Færsluflokkur: Bloggar

Trjáklippingar

Ég fór í gær á námskeið í tjáklippingum austur á Reykjum í Ölfusi hjá Landbúnaðarháskólanum. Það var mjög forvitnilegt. Námskeiðið var frá kl. 9 um morguninn til rétt tæplega 4 um daginn.

Tree_2Stærstur hluti dagsins var bóklegur. Það var farið mjög vel í uppbyggingu trjáa og varnarkerfi þeirra auk árstíðabundinna breytinga á trjánum. Eftir að kennarinn var búinn að eyða töluverðum tíma í þetta allt var ég farin að velta fyrir mér ýmsum "staðreyndum" sem ég vissi um trjáklippingar áður en ég mætti. Það voru greinilega fleiri, því allt einu spurði einhver: "En ef þetta er svona, af hverju eigum við þá að vera klippa trén á veturna?"

Þá brosti kennarinn alsæll og sagði: "Einmitt! Það á einmitt ALLS EKKI að klippa tré á veturna!" Uppúr þessu hófust ýmsar vangaveltur og umræður sem voru mjög fróðlegar og skemmtilegar. Kennarinn sem ku vera hámenntaður garðyrkjutæknifræðingur (nokkuð sem ég vissi ekki að væri til!) hvatti okkur til að googla efnið og lesa okkur til t.d. á dönsku og ensku og fullvissaði okkur um að þetta sé það sem sé kennt og tíðkað alls staðar erlendis. Það að klippa á veturna, eins og gert hefur verið hér, er víst séríslenskt fyrirbrigði. Við erum alltaf svo spes! Smile

 Þarna var okkur s.s. kennt að besti, og raunar eini góði tíminn til að klippa tré, sé frá því að tré er fulllaufgað og ca. fram undir jónsmessu í seinnihluta júní. Einnig lærðum við fullt af öðrum hlutum s.s. að finna og greina hvaða greinar á að klippa og hvar á að klippa og ýmislegt fleira.

Reyndar er best að taka fram að þarna er verið að tala um klippingar á trjám en ekki runnum og limgerðum. Þar er verið að skoða allt aðra hluti. Nú vantar mig bara að eignast nógu stór tré í garðinn minn til að geta notað af einhverju viti það sem ég lærði.

Þangað til æfi ég mig bara á trjánum fyrir austan, í föðurgarði. Cool


Er verið að okra á okkur?

Ég er ein þeirra sem þarf að nota ýmsar vörur í staðinn fyrir mjólkurvörur. Ég komst að því fyrir þó nokkuð löngu síðan að ég kýs frekar að nota hrísgrjónamjólk en soyamjólk. Hrísgrjónamjólk hefur reyndar alltaf verið dýrari en soyajólk en ég hef látið mig hafa það hingað til.

Er verið að okra? Fyrir svona ári síðan kostaði hrísgrjónamjólk á bilinu 200-250 kr. eftir því hvar hún var keypt. Núna var ég að reka augun í það að í Bónus kostar hún 398 kr!!! Það er næstum tvöföldun á verði. Annars staðar er hún komin vel yfir 400 kr. Mér varð svo mikið um að ég fór að reikna út hvort þetta gæti mögulega verið rétt svona m.v. hvað hefur gerst í verðbólgu og gengismálum.

Mjólkin sem ég hef verið að nota er framleidd í Hollandi svo ég fann út gengi evrunnar fyrir ári síðan og svo gengið í dag. Ef ég bætti ofan á gengishækkunina 18% verðbólgu fyrir allt árið þá passar þetta verð. En þetta er reiknað ofan á útsöluverð og það var ekki svona há verðbólga allt síðasta ár! Það er greinilega verið að taka sér nokkrar auka krónur þarna á minn og annara kostnað!

Sama varan? Annað sem ég tók líka eftir þegar ég fór að rýna í þessi mál. Ég á tvær uppáhalds tegundir; Önnur heitir held ég Lima en hin Rice Dream. Mér hefur alltaf fundist þær alveg eins, léttar og ferskar á bragðið. Lima hefur verið ívið ódýrari svo ég fór að athuga efnainnihald.  Viti menn: Það er nákvæmlega sama efnainnihald í þeim - alveg uppá milligramm! Ekki bara það heldur er uppsetningin á listanum nákvæmlega eins. Eini munurinn er sá að það er sitt hvort letrið á umbúðunum. Þetta fannst mér skrýtið.

Skrýtnara varð málið þó þegar ég las upplýsingar um framleiðendurna: Jújú... sitt hvor framleiðandinn, báðir í Hollandi... EN..... við sömu götu og í húsum hlið við hlið!! Annar í húsi númer 9 en hinn númer 11!!

Getur verið að það sé kannski verið að selja manni NÁKVÆMLEGA SÖMU VÖRUNA Á SITT HVORU VERÐINU????

Mér finnst vont að sjá að ég hef verið höfð að fífli.

Ég er hætt að nota hrísgrjónamjólk og er farin að nota soyamjólk. Soyamjólkin hefur, þrátt fyrir að vera framleidd í Hollandi rétt eins og hrísgrjónamjólkin, ekki hækkað nema um rétt rúman 50 kall. Ætli það sé öðruvísi evra og verðbólga hjá soyjavörum en hrísgrjóna? Hvað á maður að halda?


Fuglarnir mínir

Eftir að ég flutti í Vogana hef ég kynnst fuglum meira og náið en áður.

smafuglar.jpgÁ hverju vori hefur viðdvöl hjá mér eitt Lóupar. Þau koma í garðinn minn og næra sig þar í nokkra daga allt upp í tvær vikur á hverju vori. Í fyrra var ég með tómt rask og leiðindi i garðinum einmitt þegar þau birtust þannig að þau létu sig hverfa fyrr en venjulega. Ég vona að þau komi samt til mín aftur í vor - ég lofa að vera góð við þau núna.

Svo fá fuglarnir að borða í garðinum mínum á veturna. Fyrst var ég að gefa þeim eitthvert brúnt korn sem ég keypti sem fuglafóður en enginn fugl lítur við því. Þannig að þá voru góð ráð dýr og ég eyddi fullt af brauði í að fóðra þá. Svo fann ég fuglafóður sem var eingöngu mulinn maís og þá vorum við fuglarnir loksins að tala saman! Undanfarna tvo vetur hef ég fóðrað fuglana mína á þessum mulda maís ásamt öllum þeim brauðafgöngum sem hafa fallið til á heimilinu. Þetta hefur glatt Starrana og heilan helling af Snjótittlingum sem hafa heimsótt garðinn minn.

Snjótittlingar í garðinum mínumÍ morgun datt mér svo það snjallræði í hug að henda ekki hálfónýtum ávöxtum heldur að brytja þá niður á disk og setja út í garð. Lét brauðmylsnu reyndar fylgja með.  Ávextirnir kölluðu á nýja gesti. Núna birtust allt í einu þessir fínu Þrestir sem hoppuðu um allan garð með ávextina og mokuðu þeim í sig! Þeir voru líka margfalt spakari en litlu Snjótittlingarnir sem flögra upp við minnstu hreyfingu innanhúss. Mjög skemmtilegt að fylgjast með fuglunum og sjá að þeir hafa greynilega skoðun á því hvað sé matur og hvað ekki, allt eftir tegundum.

Allir að muna eftir smáfuglunum núna þegar kalt er og snjóar!

Annars er ég að spá í að fara að prjóna lopapeysur......


Úllen dúllen doff....

Ég horfði á júróið á laugardagskvöld. Sama hvað hver segir... lang flestir fylgjast á einhvern hátt með þessu og allir hafa einhvers konar skoðun á þessari keppni. Er það ekki hin fullkomna dagskrárgerð?

Eftir keppnina sjálfa var ég að velta fyrir mér hvaða lag ég myndi kjósa - ef ég myndi kjósa - sem ég gerði ekki. Var uppfull óskiljanlegum valkvíða þangað til ég datt niður á réttu lausnina - eða alla vega fyrir mig. Ég ákvað s.s. með sjálfri mér að mér væri slétt sama hvað þessara laga færi í aðalkeppnina svo framarlega sem þau væru vel flutt.

Þar með duttu 2 lög útúr keppni að mínu mati. Þegar svo annað þeirra laga var í úrslitum gat ég ákveðið með hverjum ég héldi. Mér til ánægju vann minn maður! (Konur eru líka menn!!!)

Svona fyrir þá (ef einhverjir eru) sem velta því fyrir sér hvaða lög voru ekki vel flutt að mínu mati voru það Ingó og veðurguðirnir sem voru í 2. sæti og Elektra.  

Ingó og félagar er fyrirtaks ballsveit en röddunin á sviðinu var oftar en ekki fölsk auk þess sem Ingó sjálfur réði ekki alveg við lagið.

Elektra.... úfff, púfff..... Hljóðfæraleikurunum hundleiddist á sviðinu. Kannski átti þetta að vera hipp og kúl en hörðustu rokkarar fíla sig á sviðinu og finnst gaman að koma fram. Þeim leiddist augljóslega! Söngkonurnar voru einum of tilgerðarlegar í að vera rokkarar og réðu ekki heldur við lagið. Voru fínar þegar þær sungu dúett en þegar þær voru einar voru raddirnar grófar og ..... bara ekki góðar!

Jóhanna sem ég hef haft netta bólusótt yfir hingað til stóð sig hins vegar mjög vel og það getur enginn haft af henni að hún flutti lagið eins vel og hægt var að gera.Stórglæsilega reyndar í lokaflutningnum.

Þetta finnst mér nú um júróið þetta árið. Grin

 


Vargar í Vogum

Það býr kraftmikið fólk í Vogunum.

Þeir sem lesa pistlana mína vita að ég er í smá slag við Kaupþing. Slagurinn er ekki búinn en ég virðist vera að vinna fyrstu lotu.

Svo er það þessi nágranni minn sem ég þekki ekki neitt sem líka er í slag við bankakerfið. Hann ætlar ekki heldur að borga ólöglegar og óutskýrðar kröfur frá bankanum sem hann skiptir við. Hér má sjá fréttina um hann: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item250348/

Vonandi að fleiri rísi upp og standi gegn þessu kerfi sem hefur stýrt okkur til glötunar undanfarin ár.


Uppá hvað?

Hérna hlýtur að vera talað um veginn upp að Höskuldarvöllum. Það er enginn vegur upp Á Keili. Ekki einu sinni upp AÐ Keili.

Þeir sem vilja fara að Keili aka að Höskuldarvöllum og ganga þaðan góðan spotta yfir úfið og mikið hraun. Ekki séns að aka þangað.


mbl.is Aðstoða ökumann við Keili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dónaskapur, valdhroki og njósnir

Getur einhver sagt mér hvaða þjónustu viðskiptabankarnir veita, sem kallar á að viðskiptavinir afhendi þeim greiðslukvittanir að áskriftagjöldum að Stöð 2, leikskólakostnaði, kreditkorta- og símareikningum?

 

Eftir því sem ég best veit selja þeir alls enga slíka þjónustu en samt sem áður eru þetta gögn ásamt fullt af öðrum sem þeir fara fram á að fá afhent ef maður gerist svo djarfur að óska eftir því að fjölga afborgunum af  eins og einu láni. Ef þið trúið mér ekki skulið þið bara skoða þetta:

Eins og þarna sést þarf líka að áætla og sundurliða allan rekstrarkostnað heimilisins þ.á.m. lækniskostnað.

Hvernig dettur einhverjum í hug að það sé sjálfsagt og eðlilegt að kalla eftir svona persónulegum gögnum frá fólki? Þetta er langt, langt umfram það sem maður gefur upp á skattskýrslunni sinni og þykir þó mörgum nóg um þar! Hvaða tilgangi geta þessar dónalegu persónunjósnir eiginlega þjónað?

 

Hvað á fólk sem er orðið veikt fyrir eftir erfiðleika í sambandi við atvinnumissi og fjárhagsvandræði að gera? Á það að kyngja þessum dónaskap og lúta þessu níðíngsvaldi bankanna og láta þeim þessi gögn í té í von um örlítinn frest á skuldunum - Svona fyrst þeir eru nú búnir að hafa af fólki spariféð og beint og óbeint vinnuna?

 

Fyrst þegar ég sá þetta dæsti ég og hugsaði með hryllingi til þess að þurfa að eyða ómældum tíma í að finna til þessi gögn. Svo varð ég reið. Ég varð svo reið að ég, í fyrsta skipti á ævinni, kvartaði við opinbera stofnun, Persónuvernd. Ég sagði þeim allt af létta í símann. Svarið sem ég fékk frá þeim var einfalt: „Þetta er langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist. Vinsamlegast sendu okkur formlegt erindi.“ Það mun ég gera í fyrramálið.

 

Ég er líka búin að ákveða að ég ætla ekki að afhenda þessi gögn. Sama hver fjárinn gengur á. Ég er búin að gefa bankanum heimild til að skoða skuldastöðu mína í öðrum bönkum. Það verður að duga þeim til að samþykkja eða hafna þessari einföldu beiðni. Ég ætla EKKI að afhenda þeim eitt einasta afrit af nokkrum sköpuðum hlut. Ef þeir segja nei við þessari greiðsluskilmálabreytingu þá verður bara að hafa það. Þeir eignast þá bara hús í Vogunum fyrr en við var að búast.

 

Fjandinn hafi það – ég er reið!!!


Ljósmyndaferð

 

Keilir.jpg Við hjónakornin fórum í örstutta ljósmyndaferð áðan. Skruppum uppá Höskuldarvelli og vorum þar ca. hálftíma. Fingurnir þoldu ekki meira í frostinu. Whistling

Meðan Siggi lék sér með stóru "alvöru" vélina tók ég slatta af myndum á litla krílið. Þæru urðu nokkrar alveg ágætar og ég er t.d. bara nokkuð sátt við þessa hér við hliðina.

Keilir, stolt okkar á Suðurnesjamanna, og umhverfið í vetrarbúningi baðað sól í stillunum áðan. Bara yndislegt!


Ógnvænlegt

Ella frænka og Ástralíufari segir að hitinn sé búinn að vera nálægt 50 gráðum hjá henni sex daga í röð og er hún þó ekki í borg. Ógeðslegt. Vil ég þá heldur láta mig hafa það að þola frost og skítaveður hér uppfrá í einhvern tíma. Það er þó alltaf hægt að klæða sig eftir veðri! Blush

Svo langar mig rosalega til að blaðamenn sem þýða greinar læri að aðlaga málfarið íslenskri málfræði og málvenjum. Það væri ólíkt skemmtilegra að lesa fréttir frá svoleiðis fólki. Crying


mbl.is Banvæn hitabylgja í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá!

Þennan vildi ég fá til Íslands og myndi borga helling fyrir miðann!!

En það er víst ekki líklegt eins og allt er núna Crying


mbl.is Springsteen leggur land undir fót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband