Lífið er hverfult

Í kvöld fékk ég smá kinnhest. Ekki alvöru, heldur leið mér bara þannig.

Tengdapabbi hringdi og tilkynnti okkur að hálfbróðir Sigga hefði í dag misst nýfædda dóttur sína. Hún varð bara fjögurra daga gömul. Átti víst ekki mikla möguleika í lífinu vegna fæðingargalla.

Við höfum notið blessunar við Siggi. Okkar erfiðustu viðfangsefni hafa verið að tjónka við óþekkt og duttlunga barnanna okkar. Þau eru hins vegar öll heilsuhraust og nú eigum við lítið afabarn sem líka er fullkomið.

Í sjálfselsku minni gleðst ég yfir gæfu minni hingað til. En ég hugsa líka og syrgi með Einari og litlu fjölskyldunni sem á svo óskaplega bágt. Ég hugsa líka til ykkar allra þarna úti sem hafið þurft að takast á við hverfulleika tilverunnar og ekki verið jafn lánsöm og ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já Björg það er ekki gefið að eignast heilbrigt barn, ég samhryggist fjölskyldu þessa litla barns innilega í sorg sinni.

Samt þó ég hafi eignast fatlað barn, þá hefði ég aldrei viljað vera án þess, því sjóndeildarhringur manns víkkar svo til muna. Í raun ætti að skylda alla til að umgangast fatlaða og þroskaskerta, það er ekkert meir í heiminum sem gefur manni eins mikið.

Knús á þig og þína

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: Mummi Guð

Falleg færsla hjá þér. Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir hversu mikið kraftaverk það er að eignast barn og það er ekki sjálfgefið að eignast heilbrigð börn.

Ég er sammála Möggu um að það sé öllum hollt að umgangast veik eða fötluð börn. Ég held að allir þeir sem voru svo heppnir að fá að umgangast Huginn Heiðar son minn áður en hann dó, séu ríkari eftir þau kynni.

Mummi Guð, 29.8.2008 kl. 23:14

3 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Já Björg, við höfum átt láni að fagna í þessu.  Ég hef hugsað mikið um hvernig ég ætti að koma orðum að þessu.  Hef bara ekki haft nein.  Eins og þú veist verður mér sjaldan orða vant.

Guðmundur Guðmundsson, 30.8.2008 kl. 21:45

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þekki þetta......Ásdír Birta Einarsdóttir.....lifði í aðeins 3 daga en þó ekki með fæðingargalla......sendi þessu fólki hlýjar hugsanir, veit hvað það er að ganga í gegn um,

Einar Bragi Bragason., 1.9.2008 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband