Úllen dúllen doff....

Ég horfði á júróið á laugardagskvöld. Sama hvað hver segir... lang flestir fylgjast á einhvern hátt með þessu og allir hafa einhvers konar skoðun á þessari keppni. Er það ekki hin fullkomna dagskrárgerð?

Eftir keppnina sjálfa var ég að velta fyrir mér hvaða lag ég myndi kjósa - ef ég myndi kjósa - sem ég gerði ekki. Var uppfull óskiljanlegum valkvíða þangað til ég datt niður á réttu lausnina - eða alla vega fyrir mig. Ég ákvað s.s. með sjálfri mér að mér væri slétt sama hvað þessara laga færi í aðalkeppnina svo framarlega sem þau væru vel flutt.

Þar með duttu 2 lög útúr keppni að mínu mati. Þegar svo annað þeirra laga var í úrslitum gat ég ákveðið með hverjum ég héldi. Mér til ánægju vann minn maður! (Konur eru líka menn!!!)

Svona fyrir þá (ef einhverjir eru) sem velta því fyrir sér hvaða lög voru ekki vel flutt að mínu mati voru það Ingó og veðurguðirnir sem voru í 2. sæti og Elektra.  

Ingó og félagar er fyrirtaks ballsveit en röddunin á sviðinu var oftar en ekki fölsk auk þess sem Ingó sjálfur réði ekki alveg við lagið.

Elektra.... úfff, púfff..... Hljóðfæraleikurunum hundleiddist á sviðinu. Kannski átti þetta að vera hipp og kúl en hörðustu rokkarar fíla sig á sviðinu og finnst gaman að koma fram. Þeim leiddist augljóslega! Söngkonurnar voru einum of tilgerðarlegar í að vera rokkarar og réðu ekki heldur við lagið. Voru fínar þegar þær sungu dúett en þegar þær voru einar voru raddirnar grófar og ..... bara ekki góðar!

Jóhanna sem ég hef haft netta bólusótt yfir hingað til stóð sig hins vegar mjög vel og það getur enginn haft af henni að hún flutti lagið eins vel og hægt var að gera.Stórglæsilega reyndar í lokaflutningnum.

Þetta finnst mér nú um júróið þetta árið. Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband