Það sem ég skil ekki.....

-          Ég skil t.d. ekki hvernig menn sem virðast almennt ágætir í rekstri fyrirtækja halda að það sé í lagi að taka stórfé til sín útúr bönkunum, kalla það lán, en setja þannig bankana á vonarvöl.

-          Ég skil ekki heldur hvernig fólki dettur í hug að setja jarðgöng í gegnum Vaðlaheiði næst á verkefnalistann í vegagerð. Ég held svei mér þá að nánast annað hver fjallvegur á landinu sé í meiri þörf fyrir jarðgöng en þessi. Það þarf a.m.k. ekki að leita lengi á Austurlandi eða Vestfjörðum til að finna góðan kandídat í jarðgöng. En ráðherra er ekki þaðan.

-          Ég skil enn minna hvernig lífeyrissjóðunum sem við borgum skuli detta í hug að bjóðast til að fjármagna bullið.

-          Ég skil ekki af hverju vinstri stjórn sem hefur haft lífsgæði „litla mannsins“ fremst í stefnuskránni byrjar á því að skerða framfærslu einmitt þess fólks.

-          Ég skil ekki heldur að hægt skuli vera að heimta niðurskurð í heilbrigðisþjónustu og löggæslu. Þessir aðilar hafa verið í aðhaldi árum saman og geta ekki meir. Lögreglan þarf ef eitthvað er aukin framlög því það sér hver sem vill að það þarf ekki mikið til að allt fari í bál og brand og þá verða þær fáu löggur sem enn verða á launaskrá heima í yfirvinnubanni.

Þetta er bara sumt af því sem ég skil ekki. Fullt annað sem ég botna ekkert í. Líklega er ég alveg sérdeilis skilningslaus manneskja?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband