Börnin okkar

Oft er sagt að tímarnir séu breyttir frá því þegar við vorum að alast upp og því sé ekki hægt að bera saman uppeldi okkar og uppeldi barnanna okkar. Sumt er þó alls ekki breytt.

Það að börn þurfa aga og staðfestu hefur ekki breyst. Það að foreldrar bera ábyrgð á börnunum sínum hefur heldur ekki breyst. Það hefur heldur ekki breyst að ef börn eru illa upp alin, vælin, frek og leiðinleg þá er foreldrum þeirra um að kenna.

Hverni g stendur á því að foreldrar leyfa börnum sínum að vera með kjafthátt og dónaskap við foreldra sína – og jafnvel ömmu og afa? Ég hef séð litla grislinga taka frekjuflog í verslunum og eftir að vera búin að grenja góða stund er mömmu eða pabba gefið gott spark í sköflunginn. Það virðist ekki kalla á nein sérstök viðbrögð – jú, iðulega eru börnin verðlaunuð með því að fá það sem það vildi.  Svona er hægt að halda lengi áfram.

Oftast þegar rætt er um breytta tíma og agaleysi ungviðisins er tímaleysi með breyttum tímum kennt um. Það er bara ekki nóg. Fólk sem kýs að vera foreldrar verður að gera sér grein fyrir því að það kostar tíma og vinnu. Ég á þá ekki við tímann sem fer í að keyra barnið á milli tómstundaiðkunar.

Mikill hluti foreldra vinnur fullan vinnudag. Það þýðir að stærstur hluti tímans sem foreldrið hefur með barninu er tíminn sem fer á morgnanna í að koma barninu á fætur og í skólann eða leikskólann. Seinnipartinn þarf svo að versla, sinna heimanámi, borða kvöldmat og koma krílunum aftur í háttinn. Augljóslega er þarna tímaskortur. Jafn augljóst er að í svona stöðu er ekki hægt að bæta við mætingu í ræktina, ljósatíma, námsflokkunum, Lions eða hvað þetta heitir nú allt. Spurningin er s.s. um forgangsröðun.  Hvort er mikilvægara að gefa sjálfum sér tíma eða börnunum?

Þeir sem ekki eru til í að fórna því sem þarf, hverju sem þarf, til þess að tryggja að börnin sem þeir ákveða að eignast geti orðið heilbrigðir einstaklingar, ættu að sleppa því að eignast börn.

Það ber nefnilega enginn ábyrgð á uppeldi barnanna okkar nema við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er að fatta það að ég var bara búin að gleyma að þú ert komin með blogg hehehe

En nú er það komið inní favorites svo ég kíki reglulega á from now on!!

Góður pistill sem foreldrar ættu að lesa, já þetta krefst gríðarlegs tíma, þolinmæði og ástúðar!  Og því miður virðst það vera tími og þolinmæði sem foreldrar eiga lítið af.
En ég held að þetta snúist allt um skipulag og forgangsröð.  Margir eiga mjög fagurt líf og ná að gera allt þetta sem við hin öfundumst út í!

Ég held að það sé að þakka skipulag, forgangsröðun og jákvæða sýna á lífinu (eitthvað sem maður þarf að vera duglegri að einkenna sér :)

Erla Ösp (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 15:27

2 identicon

Velkomin á bloggsvæðið, Björg mín. Gaman að þú skulir hafa skoðanir eins og margir þarna úti og vilt deila því með okkur Ég er svo innilega sammála þér hvað varðar pistilinn. 

Ingunn sveitavargur (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband