5.7.2007 | 09:24
Prinsessa í tjaldi
Þegar ég var lítil las ég söguna um prinsessuna á bauninni. Til marks um hvað hún væri mikil prinsessa var að hún fann fyrir einni baun í gegnum stafla af dýnum. Ég er svoleiðis. Þess vegna held ég að ég hljóti að vera hin eiginlega íslenska prinsessa.
Mér þykir mjög gaman í útilegum. Mér finnst dásamlegt að skoða okkar stórbrotna land. Ég vil hins vegar alls ekki vera í tjaldi. Það virðist vera alveg sama hversu gott veðrið er eða hversu mikið ég er klædd eða óklædd, svefnpoki eða sæng; Ég hristist úr kulda allar nætur. Í útilegum virðist ég alltaf þurfa að pissa um miðjar nætur. Mér finnst ekki gaman að pissa úti.
Síðan ég fékk tjaldvagninn hef ég ferðast svolítið mér til ánægju. Mér verður ekkert endilega kalt á nóttunni þó það komi fyrir. Ég þarf ekki heldur að baksa við að skríða fram og til baka í tjaldinu. Vagninn er í rauninni frábær. En mikið vill meira. Það er ekki hægt að fara hvert sem er með hann. Ég get ekki skoðað hálendið með hann í eftirdragi. Það hefur verið reynt og er ekki sérlega sniðugt. Komst með hann í Landmannalaugar. Sem betur fer var mjög lygnt þá nóttina því það er ekki sérlega merkilegur jarðvegur þar og alls ekki ætlaður til að hæla niður svona tjaldflykki.
Þess vegna langar mig núna í pallhýsi. Skella einni slíkri íbúð á pallinn á vinnubílnum og halda til fjalla. Þá get ég farið mikið víðar en áður. Ekki alveg hvert sem er, en mikið víðar. Svo get ég líka stoppað þar sem mér sýnist hvort sem þar er grasstrá eða ekki. Hausverkurinn er hins vegar þessi: Er réttlætanlegt að skuldsetja sig fyrir 1 millu fyrir þægindin? Þó maður sé prinsessa......
Athugasemdir
jamm, það réttlætir alveg að skuldsetja sig ef maður hefur efni á að skulda, þ.e. að getað borgað af skuldinni.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 20:36
Þú átt bara að nota Visa-Rað, það svínvirkar Bara leiðinlegt að þurfa að borga það, en það venst.
Ingunn sveitavargur (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 11:20
hehehehe.... Ingunn alltaf með réttu lausnirnar!! :D
Björg Árnadóttir, 19.7.2007 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.