Er alltaf svona lítið að marka fréttirnar?

Við hjónin skruppum út úr bænum um helgina. Á heimleið á sunnudag komum við að gatnamótunum við Þingvallaleið þar sem nýlega hafði orðið árekstur. Lögreglan kom fljótlega og tók að sér að stjórna umferð. Ég heyrði kvöldfréttir og las í blöðunum fréttir af þessu slysi. Þá var slysið einhvern vegin mikið stærra og meira en það sem við sáum. Við sáum nokkra svolítið klessta bíla. Engan sáum við slasaðan a.m.k. ekki svo að hann þyrfti að bíða eftir aðstoð í bílnum. Enda kom það fram í fréttum að slys hefðu ekki verið mikil á fólki, sem betur fer. Samt gátu fréttastofurnar látið þetta hljóma sem einhvert stórslys. Sem það var alls ekki. Það eina sem var stórt við þetta var halarófan sem myndaðist af ferðafólki sem var að reyna að komast heim til sín.

Í gærkvöldi brotlenti svo TF-SIF illu heilli í sjónum rétt við Straum.  Fréttaflutningurinn af þessu var ótrúlegur. Frameftir kvöldi voru sífellt að koma innskot með „fréttum af slysstað.“ Gallinn var bara sá að það var ekkert að frétta! Þyrlan lenti í sjónum og mennirnir björguðust. Þyrlan maraði í kafi og beið þess að vera hirt upp. Annað var ekki um þetta að segja. Engu að síður var sífellt verið að klippa inní þætti beinar útsendingar frá einhverjum ræfils fréttamönnum tafsandi og stamandi um hvað væri að gerast þegar ekkert var að gerast! Ég ók þarna framhjá á leið minni til Reykjavíkur og svo aftur á heimleið u.þ.b. klukkustund síðar. Á þeim tíma gerðist ekki nokkur skapaður hlutur. Það var s.s. allan tímann einn bátur á sjónum og nokkrar gúmítuðrur. Annað eins hefur nú sést á Íslandi fyrr og ekki þótt fréttnæmt. Aftur var reynt að gera einhver ósköp úr fréttinni. Slæmt að missa þyrluna – en fréttin var stutt í raun og veru.

Oftast er maður ekkert tengdur því sem er í fréttum og verður að taka það trúanlegt sem sagt er frá. Eftir að hafa haft smá hugmynd um hvað raunverulega gerðist í þessum tveimur litlu fréttum vaknar hjá mér þessi spurning: Er alltaf svona lítið að marka fréttirnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

hehehe.... satt segirðu! Mér finnst það nú reyndar a.m.k. afrek Brosandi

Björg Árnadóttir, 17.7.2007 kl. 18:21

2 identicon

Hey vinkona, ég klukka þig sorry

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 23:57

3 identicon

Klukk!! Darn...... (vil ekki segja ljótt á íslensku!)

Björg (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 08:32

4 identicon

hehe, ég íslenska fréttasystemið er oft bara hlægilegt!  Síðast heyrði ég að hann Arnar Grant hefði fengið sér hamborgara!!! Spáðu í skandal!!! :-)

Erla Ösp (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband