11.8.2007 | 18:02
Komin heim
Nú er ég búin að fara í viku rúnt um landið okkar. Ég get bara ekki hætt að dásama það hvað við eigum stórfenglegt og fallegt land!
Við fórum á hverjum degi eitthvað sem við höfðum aldrei farið áður eða a.m.k. einhverjir tugir ára síðan síðast. Ég á bara ekki til nógu stór orð til að dásama upplifunina. Til að kóróna allt saman fengum við að auki "Bónus veður" a la Silla, þannig að það rigndi ekkert á okkur. Telst ekki með þegar skellur á ein skúr um miðja nótt.
Einar: Ég horfði haukfránum augum á alla löggubíla á austurlandi meðan við vorum þar í von um að sjá glitta í ofurlögguna. Líklega hefði ég orðið að fremja lögbrot til þess að fá viðkomandi löggubíl til að stoppa ef ég hefði þóst sjá þig þar innanborðs en það kom ekki til þess. Kannski tekst betur til næst.
Við fórum mest um suður- og austurland og að Mývatni. Kannski set ég inn einhvern vott af ferðasögu síðar.
En mikið er líka alltaf gott að koma heim......
Athugasemdir
Velkomin heim vinkona, já landið okkar er fagurt. Skil eiginlega ekki þá sem fara erlendis á sumrin, reyndar stakk ég af til Sverige í fyrra í ágúst, þá var ég búin að fá nóg af rigningu sumarsins
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 18:13
isss isss þú ekur eins og k........nei nei bara grín...hey hvenær varstu hér og vonandi hafðirðu vit á því að fara á Seyðis......
Einar Bragi Bragason., 16.8.2007 kl. 16:13
Ég var á ferðinni í vikunni eftir versló en hafði ekki tíma til að renna á Seyðisfj. Var á planinu en tókst því miður ekki. Annars hefði ég leitað þig uppi. Gengur bara betur næst!
Björg Árnadóttir, 17.8.2007 kl. 08:41
Takk fyrir heimsóknina!Það var virkilega ánægjulegt að hitta á ykkur Sigga!
gaman að heyra hvað ferðin hefur verið ánægjuleg fyrir ykkur.
Bið að heilsa í bili!
Erla Ösp (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 19:29
en Björg þarna klikkuðuð þið illilega þar sem að Seyðó er einn fallegasti bær landsins
Einar Bragi Bragason., 20.8.2007 kl. 00:24
Velkomin heim!
Wilhelm Emilsson, 20.8.2007 kl. 03:12
Einar, ég veit! Hef komið og mun örugglega koma aftur. Það er bara ekki alltaf hægt að gera allt!!
Björg Árnadóttir, 20.8.2007 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.