Lífið og dauðinn

Hvað á maður að hugsa þegar ungur maður fellur frá? Hvað á maður að hugsa þegar ungur maður fellur fyrir eigin hendi?

Einhvern vegin veit maður ekkert hvernig maður á að vera. Sem betur fer get ég sagt að ungur maður sem lést í síðustu viku var ekki nákominn mér. Ég hef samt haft af honum að segja öðru hvoru í gegnum tíðina.

Mörg ár eru síðan ljóst var af orðspori hans að ef ekkert yrði að gert myndi hann lenda í vanda. Drengurinn sem sat hæglátur og kurteis í sófanum hjá mér og horfði á sjónvarpið þangað til pabbi hans kom að sækja hann var samt einhvern vegin svo allt önnur mynd af sama manni. Pabbinn var að koma að sækja hann eftir að hann var búinn að láta sig hverfa í einhvern dágóðan tíma.

Af því að maður er foreldri varð maður feginn þegar sambandið slitnaði milli barnanna. Líkurnar minnkuðu á „slæmum“ félagsskap. En nú er drengurinn farinn fyrir fullt og allt.

Börnin þekktu ljúfa skemmtilega strákinn. Svo var hin hliðin sem var óalandi og óferjandi. Hvað gerðist? Hvað er hægt að gera? Líklega eru ekki til nein endanleg svör við svona spurningum.

Eftir sitja aðstandendur, fjölskyldan og gamlir vinir og kunningjar. Úr því sem komið er er ekkert hægt að gera nema að reyna að sinna því fólki. En hvernig er hægt að koma í veg fyrir svona atburðarás?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Æ þetta er alltaf jafn hrikalegt..hef sjálfur komið að svona og þau skipti gleymast aldrei........Lífið er stundum ósanngjarnt en við verðum að höndla það.

Einar Bragi Bragason., 21.8.2007 kl. 16:51

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Líf og dauði, gleði og sorg eru samofin. Þannig er tilveran.

Engu að síður held ég að bækur og annað efni og umræða um andleg málefni hjálpi mikið til. Ég man að þegar við vorum að alast upp var mjög sjaldan tekist á við svona mál. Fólki leið annað hvort illa eða vel. Púnktur og basta. Maður hefði frekar hengt sig enn að tala við skólasálfræðing. Reyndar man ég vel að ég spjallaði einu sinni við Olgu, kennarann okkar frábæra, um netta tómhyggju sem plagaði mig þegar ég var tólf ára. Hennar viðmót og skilningur á þessum tilfinningum skiptu sköpum fyrir mig.

Núna er miklu meiri meðvitund og umræða um sálrækt á Íslandi finnst mér. 

Wilhelm Emilsson, 21.8.2007 kl. 20:38

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Olga var snilldar kennari....hey mannstu eftir Sveini sem kenndi okkur í 8 ára bekk......hann býr ekki langt frá mér.

Í heildina vorum við nú bara nokkuð heppin með kennara.....það held ég.....jú bara mjög heppin.

Einar Bragi Bragason., 22.8.2007 kl. 01:08

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, við vorum heppin með kennara. 

Ég man vel eftir Sveini og hugsa oft hlýtt til hans. Ég bið innilega að heilsa honum.

Wilhelm Emilsson, 22.8.2007 kl. 05:49

5 Smámynd: Björg Árnadóttir

Einmitt... Ekkert vol né væl, bara harka af sér!

En hvaða Sveinn er þetta - af hverju kveiki ég ekki? Olga var í raun soldið ótrúleg (er væntanlega ennþá) hún var "kona" en svo fattaði maður seinna að hún var rétt tvítug þegar hún fór að kenna okkur! Sérstaklega m.v. það var ótrúlegt hvað henni tókst með okkur.

Ég held að börnin mín hafi fengið nýjan kennara á nánast hverju einasta ári allan grunnskólann. Þeir voru eins og gefur að skilja mjög mismunandi.

Björg Árnadóttir, 22.8.2007 kl. 09:01

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sveinn kenndi mér í átta ára bekk ef ég man rétt. Þótt skömm sé frá að segja man ég ekki hvort þú varst með okkur í bekk þá, Björg. Ég var nýfluttur og þekkti engan. Sveinn var með dökkt hár og síðan topp sem hann greiddi til hliðar. Hann var alltaf frekar alvarlegur í fasi.

Magga hitti Olgu um daginn! Hún er frábær.

Wilhelm Emilsson, 22.8.2007 kl. 21:27

7 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ja.... ég var með Einari í bekk alveg frá upphafi og þangað til í 8. bekk minnir mig svo ég hlýt að hafa verið með sama kennara og hann..... Ég kveiki á perunni einhvern daginn.

Björg Árnadóttir, 23.8.2007 kl. 11:17

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Sveinn er alveg eins og hann var bara eldri og er með sömu sögu sem kennari í Fellabæ sem sagt flottur kennari......

Einar Bragi Bragason., 25.8.2007 kl. 00:59

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Maður man eftir svona fólki eins og Olgu(bestasti barnaskólakennari í heiminum)Sveini,,,,,Halfdáni dönskukennara,Helga handavinnukennara,,,,,,Vilbergi Skólastjóra....Gulla Skólastjóra ,,,,Kalla Valla.....Stebba Taug.....Önnu sem kenndi ensku og bannaði mér að skrifa turtle notaði bara tortoise....Vigni,,,,,Ara....Þorsteini....Gísla og Ögmundi......Vigni.....Júlla leikfiimi og sund......Gumma Norn(Guðmundi Nordal)...Valdemar dönskukennara ofl ofl ofl.....flottir kennarar flestir.

Einar Bragi Bragason., 25.8.2007 kl. 01:04

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir þennan lista.

Einu sinni spurði ég Guðrúnu, sem kenndi ensku í gaggó, hverning maður stafsetti "ain´t." Hún sagði, "You don´t." "Ain´t" er auðvitað talmál og ekki málfræðilega rétt. Ég var ekki alveg með þetta á hreinu því í amerísku hasarblöðunum sem ég var alltaf að lesa töluðu allir svona!

Okkur var kennd bresk enska og "tortoise" skal það vera en ekki "turtle". Haha! Ég hefði nú alveg leyft þeir að skrifa "turtle" ef ég hefði verið að kenna þér, Einar Bragi!

Wilhelm Emilsson, 10.9.2007 kl. 23:11

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Munið þið eftir blokkflautunum sem við þurftum að kaupa í hljóðfærahúsi Paul Bernburg? Mig grunaði alltaf að Guðmundur Nordal fengi prósentur af sölunni.  Svo byrjuðum við að spila. Það voru ófögur hljóð.

Wilhelm Emilsson, 10.9.2007 kl. 23:14

12 Smámynd: Björg Árnadóttir

hehehehe... Guðmundur var spes karakter. Ekki síst fyrir að geta þolað 25 krakka að blása í blokkflautur í einu!

Björg Árnadóttir, 11.9.2007 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband