22.8.2007 | 09:23
Húsafriðun
Nú á að fara að rífa gömlu húsin við Laugaveg 4 og 6. Þá fer eins og venjulega af stað mikil umræða um sögulegt gildi, verndun og fleira í þeim dúr. Allt gott og gilt. Gömul hús geta verið yndisleg og gefið hlýlegt andrúmsloft og minnt skemmtilega á gamla tíma. En sumt í þessu skil ég ekki.......
Hvað kemur húsafriðunarnefnd við hvernig hús kemur í staðin fyrir það sem er rifið? Annað hvort er gamla húsið, sem stendur til að rífa, verðmætt sögulega séð eða ekki! Ef nýja húsið er ljótt verður þá gamla húsið skyndilega menningarverðmæti?
Ég skil ekki heldur af hverju ekki má á snyrtilegan hátt bæta gömul hús sem verið er að gera upp. Ég veit dæmi þess að þegar gamalt hús var gert upp af myndarbrag var bannað að setja í það tvöfalt gler!! Hvað á það nú að þýða?? Eins og það sé ekki öruggt að það hefði verið sett í húsið tvöfalt gler strax í upphafi ef það hefði bara verið til? Frekar voru húseigendur skikkaðir til að setja aftur einfalt gler í húsið með tilheyrandi kulda, slaga og rakaskemmdum!! Hvílík endemis heimska!!
Húsin við Laugaveg 4 og 6 hafa frá þeim degi sem þau voru byggð ekki verið annað en skrifli. Allir sem inn í þau hafa komið undanfarin ár vita það að fyrir utan að vera skrifli þá er fátt ef nokkuð inní þeim sem minnir á gamla tíma. Þess vegna finnst mér hið minnsta mál að rífa þau.
Það sem á að koma í staðinn er svo allt annað mál.
Athugasemdir
Sammála þér mín kæra,,,,,,, þau eru svo breytt frá upphaflegu útliti, ekkert sem minnir á gamla tímann í þeim finnst mér.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.