Ellin, fordómar og ég

Það vita allir að sjúkdómar eins og t.d. hátt kólesteról og hár blóðþrýstingur er bara fyrir gamalt fólk. Það er öllum ljóst. Hvernig stendur þá á því að ég sem er nýorðin 27 ára (fædd 1965) fæ þann úrskurð frá doktornum að ég sé með háþrýsting?? Ég, svona ung, spengileg og flott!!  Töffari

Svo bætti hann um betur (held að læknirinn sé nýorðinn 3ja!) og sagði mér að hreyfa mig, borða hollan saltlítinn mat og drekka mikið af vatni. Svo nú er bara að taka á honum stóra sínum og breyta daglegri hegðun og kippa þessu í lag.

Þetta með ræktina og mataræðið verður ekkert mál. En ég gæti þurft að taka til í kollinum á sjálfri mér með þetta hverjir fá og hverjir ekki hina ýmsu sjúkdóma!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmmmm,,, og ég sem á að mæta hjá lækni núna eftir 40 mín. shitturinn,,,, ég sem ætlaði að vera búin að breyta um lífstíl

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 10:19

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Þú gerir það bara þegar þú kemur aftur! :)

Björg Árnadóttir, 28.8.2007 kl. 16:30

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég er líka af ´65 árgangnum og skil þig vel. Svona kvillar eru leið líkamans til að segja manni að þótt maður sé bara 27  þá verður maður að fara að hugsa aðeins betur um líkamann--og ekki má nú gleyma huganum, því allt er þetta jú samtengt.

Wilhelm Emilsson, 30.8.2007 kl. 05:39

4 identicon

bíddu bíddu 27........   Ég hef nú alltaf hugsað meira svona eins og 22!!!  Enda alveg ótrúlega ung í anda stelpa!!!

En jú.. maður þarf víst að hugsa um heilsuna og líkaminn er duglegur að láta vita þegar maður fer ekki nógu vel með hann    

Erla Ösp (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband