30.8.2007 | 21:27
Sturtan mín
Ég er búin að vera sturtulaus síðan um páska.
Ég ólst upp í sturtulausu húsi. Þar var þetta fína baðkar þar sem öll fjölskyldan baðaði sig eftir þörfum. Það var ekki á hverjum degi. Ef ég man rétt var manni skellt í bað svona ca. einu sinni í viku. Stundum var hárlubbinn þveginn aukalega. Það var samt engin fýla af manni og við lágum ekki veik af vanþrifum.
Svo varð maður fullorðinn og þurfti skyndilega að fara í sturtu daglega. Þá er ekki gott þegar skyndilega kemur í ljós að sturtuklefinn lekur. Það gerðist hjá mér. Fúgan lak sem olli raka yfir í næsta herbergi með tilheyrandi múr- og parketskemmdum. Það er þónokkuð síðan tókst að ganga frá viðgerðum í herberginu en sturtuklefinn hefur tekið lengri tíma.
Þar sem tryggingarnar vildu ekki taka á sig slit á gamalli fúgu höfum við verið að baksa við að gera þetta sjálf. Reyndar hefur karlinn minn gert mest af þessu. Ég hef verið meira í handlangi. Þar sem hann hefur verið heima svona rétt yfir blánóttina stærsta hluta sumarsins hafa framkvæmdir við sturtuklefann minn gengið hægt.
En nú er búið að flísaleggja veggina. Það er enn eftir að flísaleggja gólfið, fúga, setja upp blöndunartæki og lakka loftið. Ef við verðum rosalega dugleg getum við farið í sturtu eftir ..ja, svona viku kannski! J
Mikið ofboð hlakka ég til!!!
Athugasemdir
Bað og sturta eru algjört möst
Einar Bragi Bragason., 30.8.2007 kl. 23:51
úffff,,,, gæti ekki lifað án þess að fara í sturtu daglega. Vakna bara ekki almennilega nema fá gusuna framan í mig.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 07:35
Einmitt..... Ég hef einmitt verið hálf sofandi síðan um páska!!
Björg Árnadóttir, 31.8.2007 kl. 10:08
Vúhúúúúúú´!!!!
Mikið verður nú ljúft fyrir ykkur að endurheimta sturtuna og þurfa því ekki að stökkva í sturtu hér og þar hehehe
Erla Ösp (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.