31.8.2007 | 10:17
Minnka vinnuna
Nú er ég voða spennt. Búin að semja um minnkað starfshlutfall. Byrja 1. sept í 50% vinnu. Get þá sinnt einkarekstrinum betur. Það kostar reyndar lægri örugga útborgun en það reddast!
Maður fær líka alltaf aukinn kraft við að breyta til. Stundum er gott að breyta bara breytinganna vegna.
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér, núna er ég að leika heimavinnandi húsmóður
, fram að áramótum. Var orðin hundleið í vinnunni, en var sagt upp í síðustu viku og er því á launum til 1 des. Eiginlega var ég bara fegin að vera sagt upp, er samt að upplifa uppsögn í fyrsta skipti. Er samt að spá í að vera bara í fríi líka í des, fara bara að bera út blöð svona að ganni desember mánuð bara til að fá hreyfingu.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 11:57
Það er víst margt vitlausara en að bera út blöð. Góð hugmynd hjá þér Magga!
Björg Árnadóttir, 31.8.2007 kl. 13:04
Hæ!
Hvers konar einkarekstur ertu með, Björg?
Wilhelm Emilsson, 3.9.2007 kl. 02:00
Flott hjá þér!!! ágætt fyrir þig að vera "bara" 100% vinnu svo þú gangir nú ekki frá þér! Dáist að því hvað þú ert búin að vera leggja mikið á þig undanfarið!!
Mundu svo bara eftir sjálfri þér ;-)
Erla Ösp (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 08:20
Villi, ég og kallinn erum með verktakafyrirtæki. Erum með gröfu, vörubíl, hefil, valtara og solleis. Ég sé um bókhaldið og svo er ég farin að keyra vörubílinn líka töluvert. Svo er maður líka alveg gjaldgengur skóflukall stundum!
Björg Árnadóttir, 3.9.2007 kl. 10:08
Vá!
Áfram stelpur!
Ég þekki mann sem rekur verktaka fyrirtæki sem heitir Grundvöllur. Fólk var alltaf að segja, "Er einhver gundvöllur fyrir því?" og fannst það vera voða fyndið. Málið var að hann var búinn að heyra þetta milljón sinnum og fannst það ekkert fyndið.
Wilhelm Emilsson, 10.9.2007 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.