Drykkjuvandamál?

Ég er farin að halda að ég eigi við n.k. drykkjuvandamál að stríða.

Þannig er mál með vexti að síðasta laugardagskvöld langaði mig að gleðja mig með smá lögg í aðra tána eftir erfiðan, framkvæmdasaman dag. Fór í skápinn minn að leita að púrtvíni en það var ekki til. Fann sterkt vín en langaði ekki í það. Svo var til eitthvað af líkjörum sem mig langaði ekki heldur í. Svo sá ég flöskuna – Baileys!! Nú skyldi ég fá mér beilís á klaka og hafa það notalegt yfir sjónvarpinu!!

Mín fór og fann sér fallegt glas, setti í það kurlaðan klaka og sótti flöskuna. Flaskan var óátekin, 1 lítra flaska sem einhvern tíma hafði verið keypt í fríhöfninni. Nú, ég rauf innsiglið og hellti svolítilli lögg yfir klakann.  mmmmm....nammi, namm!!!!

En ómígodddd.... svo fékk ég mér fyrsta dásamlega sopann..... hvílíkt ógeð!!!!! Bragðið af guðaveigunum var hreint ógeð!!! Við nánari athugun kom í ljós að á flöskunni stóð skýrum stöfum: „Best taste before 05-2003“  Tvöþúsundogþrjú!!!! Flaskan var komin rúm fjögur ár framyfir dagsetningu!!! Það voru þung spor að vaskinum að hella niður heilum lítra af beilís.

Hver lætur áfengi renna út á dagsetningu uppí skáp hjá sér??? Minnug þess að í fyrrasumar fannst í fórum okkar hjónanna heill kassi af bjór sem líka var runninn út á dagsetningu hef ég komist að þeirri niðurstöðu að við eigum við drykkjuvandamál að stríða – við drekkum ekki nóg!! Undur og stórmerki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þetta er eitt af þeim hugljúfu, skemmtilegu vandamálum sem er svo gaman að vinna bug á ........, ef maður er þá ekki búinn með kvótann við að bjarga öllum bjórnum á sínum tíma undan yfirvofandi útrennu;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.9.2007 kl. 11:05

2 identicon

hahahahahhahaha,,,, velkomn í hópinn Björg mín, þetta er alltaf að gerast hér. Við erum afskaplega lélegir alkar á mínum bæ.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 13:05

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha

Einar Bragi Bragason., 3.9.2007 kl. 22:03

4 identicon

LOL!!!!!   þið eruð snillingar!

ERla Ösp (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 08:13

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þið verðið aðeins að taka ykkur á í drykkjunni. Þetta gengur ekki.

Wilhelm Emilsson, 10.9.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband