5.9.2007 | 21:07
Erlent vinnuafl
Ég er alveg sátt við að fá erlent vinnuafl í landið. En það þarf að lúta sömu lögum og við hin sem fyrir erum. Það á líka að veita þessu fólki mannsæmandi aðbúnað og tryggingar. Það er ótækt að fólk sem leggur á sig að vera langdvölum í framandi landi, fjarri fjölskyldu sinni þurfi í ofanálag að sætta sig við misgæfulegan aðbúnað, léleg laun og jafnvel að fá ekki launin sín greidd eins og eitthvað hefur borið á.
Það er ekki heldur við þetta erlenda verkafólk að sakast að það sé sett í hin og þessi störf sem ætluð eru iðnlærðum. Þar er við íslenska verkstjóra og fyrirtækiseigendur að sakast. Það að það hafi borið á göllum í nýbyggingum er eingöngu okkur íslendingum að kenna. Okkur liggur svo mikið á. Við getum ekki beðið eftir því að fá fullgilda faglærða iðnaðarmenn í verkið og viljum bara fá verkið unnið strax! Þar með falla margir í freistni og láta ódýrt vinnuafl vinna verkin undir allt of lítilli verkstjórn þannig að illa fer í sumum tilfellum.
Byrjun og endir allra þeirra vandamála sem fylgja hinum mikla fjölda erlendra verkamanna sem heimsækja okkur íslendinga og veita okkur þjónustu sína, liggur hjá okkur sjálfum, íslendingum.
Athugasemdir
Skjúkkit hvað ég var glöð að það kom ekki "en það er lágmark að þetta fólk sé skyldað til að læra íslensku". Það er svo hrokafullt. Fínn pistill. Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 21:40
Það er vandamálið. Erlent vinnuafl er ekki vandamálið, heldur þeir gróðapungar sem eru að ráða þá á lakari kjörum, koma sér undan að tryggja þá og skrá löglega svo þeir njóti sama réttar og við, koma sér undan þvi að greiða skatta vegna þeirra og annarra iðgjalda. Þessir menn eru mjög oft á lægri launum en landinn, búa margir við ömurlegan aðbúnað. Allar reglur um hvíldartímaákvæði eru brotin og mannskapurinn keyrður áfram. Gróðasjónarmið og asi ræður alfarið ríkjum. Fyrirtæki taka að sér verkefni sem þau ráða ekki við hvað varðar mannskap, tíma og peninga. Hvernig eiga þeir sem standa sig að vera samkeppnisfærir við svona gróðapunga? Gæðin eru lakari vegna hraða og fjölda ófagmenntaðra í störfum faglærðra iðnaðarmanna hvort sem um íslendinga eða útlendinga sé að ræða. Margir hafa misskilið færsluna mína hvað varðar þessa frétt á mbl. Vona ég bara að gripið verði í taumana.
Sigurlaug B. Gröndal, 5.9.2007 kl. 22:10
En verra er ef satt er að sumir af þeim erlendu verkamönnum séu með fölsuð prófskírteini um að þeir séu lærðir í hinu og þessu........Þetta hef ég heyrt frá nokkruð Íslendingum sen vinna td við Kárahnjúka.
En Jenný hvað er að því að skylda fólk til að læra okkar fallega mál.
Einar Bragi Bragason., 5.9.2007 kl. 22:28
Það er hægt að skylda vinnuveitendur til að sjá til þess að fólk komist á námskeið. En það er ekki hægt að skylda fólk til að læra. Af hverju ættu þeir líka að vera að því þegar þau eru hérna í nokkra mánuði innan um sína eigin landa eða fólk frá öllum mögulegum þjóðlöndum??
Björg Árnadóttir, 5.9.2007 kl. 23:59
Já ég var nú kannski ekki að tala um þá .....en eins og þú veist er að verða til erlend hverfi í Reykjavík og þa þafr að spá í hvað skal gera...er það bara allt í lagi eða hvað ???????.
Við Íslendingar gerum það nákvæmlega sama erlendis... rottum okkur saman en fjandakornið við lærum nú yfirleitt tungumálin líka.
Einar Bragi Bragason., 6.9.2007 kl. 00:13
já auðvitað er best ef sem flestir kunna málið. Ég er bara á móti sleggjudómum um fólk sem kemur hingað. Veit alveg uppá mína 10 fingur að það er ekki til nein ein undralausn til að öll dýrin í skóginum verði vinir. Held samt að mikilvægast af öllu sé tillitssemi og hjálpsemi.
Björg Árnadóttir, 6.9.2007 kl. 10:04
ó já
Einar Bragi Bragason., 6.9.2007 kl. 10:47
Sæl alles, fínar rökræður, Vitið þið að hér hef ég það eftir mínum manni orðrétt, "Margir af þessum útlendingum sem koma hingað til lands eru með fölsuð prófskírteini til þess að komast til landsins í vinnu hjá íslenskum fyrirtækjum", það sannast ekki fyrr en það fer að vinna að engin fagmennska liggur á bakvið það. Eitt dæmi, Rafvirki sem við þekkjum ræður útlendinga frá austur-evrópu sem eru með skírteini upp á iðnina og segjast þekkja staðla hér á landi, biður þá um að draga í, í einu húsi hér í Vallarhverfi í Hafnarfirði. Þegar Rafvirkjameistarinn kemur til að kanna ástand vinnunar hjá þessum plebbum, þá voru 2-3 vírar í öllum rörum en það eiga að vera 4 vírar. Einnig hef ég eftir mínum manni að margir lélegir iðnaðarmenn eru betri en þessir útlendingar.
Og ætla ég að biðja fólk um að klína ekki á mig að ég sé með fordóma. Ég er með fordóma gagnvart þessu fólki er varðar fagmennsku kannski, en yfirhöfuð hef ég ekkert á móti þessu fólki og má það mín vegna vera hér á landi, en það þarf að læra okkar staðla, ekki ljúga til um próf og hvað það getur. Nenni ekki að lenda í rökræðum líkt og ég lenti í gær með eina trega að mér fannst, en það er líka mín skoðun.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 11:17
Þetta gerist líka meðal tónlistarkennara
Einar Bragi Bragason., 6.9.2007 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.