23.9.2007 | 11:12
Frumburðurinn
Á sama tíma fyrir 23 árum síðan var ég frekar drusluleg en alsæl með tilveruna. Þá kom nefnilega frumburðurinn í heiminn. Svolítið einkennilegt þar sem ég er eins og ég hef nefnt áður á þessu bloggi rétt orðin 27 ára sjálf skrýtið!
Litli drengurinn minn er fyrir lifandis löngu vaxinn mér langt upp fyrir haus og orðinn hinn myndarlegasti. Ekki er verra að hann virðist að auki vera að fullorðnast þannig að ég er sífellt að kynnast betur nýrri manneskju. Best af öllu er að ég kann vel við þá manneskju. Hann er blíðlyndur, heimakær og barngóður sem sést best á barnaskaranum (systkynabörnin mín) sem sækjast í að vera hjá honum og hann leyfir þeim það nánast undantekningalaust. Hann er ekkert fullkominn frekar en við hin en ég er bara nokkuð montin af útkomunni.
Þess vegna er ég líka búin að baka köku og á von á slatta af fjölskyldumeðlimum í kaffi í dag. Það verður eins og venjulega líflegt og skemmtilegt.
Vonandi eigið þið þarna úti líka góðan dag.
Athugasemdir
Já var það ekki, þetta ert þú sjálf. Hafði velt því fyrir mér lengi. Til hamingju með drenginn þinn. Ættum við ekki að hittast yfir kaffibolla við tækifæri og rifja upp árin á Klapparstíg 30? Bestu kveðjur til Sigga......
Sigríður Jósefsdóttir, 23.9.2007 kl. 13:12
Sæl.
Til hamingju með strákinn.
Skrýtið, en ég hélt að ég væri eldri en þú, en ég er bara 25
Kveðja til fjölskyldunnar
Kristín
Kristin (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 14:59
Til hamingju með daginn. Mikið skelfing líður tíminn fljótt. Það er ekki svo langt síðan finnst mér að þeir frændur léku sér sama á náttfötunum í bíló saman á gólfinu hjá mér. Ja, hérna! Innilegra kveðjur frá okkur öllum.
Sigurlaug B. Gröndal, 23.9.2007 kl. 15:47
hmmm,,,, þegar ég hugsa um þennann tíma fyrir 23 árum þá var ég nú bara að ferðast um allt, lét þessa blessuðu stráka bara í friði fyrir áhuganum á ferðalögum. Fyndið hvað þú varst snemma í þessu og ég sein í þessu , bráðum færðu ömmu börnin á meðan ég er í ungabörnunum
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 17:23
hehehehe.... einmitt Magga, og ég bíð spennt!
Björg Árnadóttir, 23.9.2007 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.