Ríkisfjármálin

Nú er allt á öðrum endanum yfir framúrakstri ríkisstofnana í fjármálum. Þingmenn og fleiri eru andaktugir í vandlætingu sinni yfir stjórum þessara stofnana. Þeir hafa brotið lög - fjárlögin eru jú lög.

En hvaða lög eiga þessir stjórar að brjóta? Þessar stofnanir er flestar ef ekki allar reknar eftir einhverjum lögum og eiga að sinna einhverri ákveðinni lögboðinni þjónustu. Ef þær fá ekki aura til þess, þá brjóta stjórarnir lög um starfsemi stofnananna sinna. Hvort er þá betra að brjóta fjárlög eða lög um rekstur stofnunarinnar?

Flestar þessarar stofnanir hafa verið sveltar í fjárlögum árum saman. Þess vegna finnst mér stjórunum í mörgum tilfellum vorkunn. Þeir eru að fá skammir fyrir að fjárlaganefnd úthlutar þeim einhverri slembitölu til rekstrarins ár hvert sem oft á tíðum er ekki nokkur leið að reka dótið fyrir.

Nú eru allir löggustjórarnir alveg uppí topp sammála um að borga löggunni 30.000 krónur í bónus mánaðarlega. Fínt. En hvaðan koma peningarnir? Verður ekki einhver skammaður útaf þessu á næsta ári fyrir framúrakstur á fjárlögum þessa árs?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja segðu, maður er hætt að botna í þessu. En það er ég viss um að Villi segi að þeir eigi að versla í Bónus eða Hagkaup, það sé hagkvæmast.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 10:57

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he rétt hjá Möggu

Einar Bragi Bragason., 27.9.2007 kl. 23:10

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Einmitt, Guðmundur, það hefur svo lengi sem ég man eftir mér, alltaf verið vitað við samþykkt fjárlaga að það væri ekki hægt að reka Lansann fyrir þann aur sem þeim er úthlutað. Hvenær ætla þessir gaurar að hætta þessum feluleik og gera fjárlögin rétt strax í upphafi? 

Björg Árnadóttir, 28.9.2007 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband