2.10.2007 | 09:30
Gelding andans
Hvað er málið eiginlega með nafngiftir á íslenskum fyrirtækjum þessa dagana? Læt vera þegar fyrirtæki sem starfa á erlendum vettvangi kjósa að bæta "Group" aftan við nafnið sitt. Fyrirtæki sem eingöngu starfa á íslenskum markaði sem gera þetta eru bara hallærisleg.
Nú er ég hins vegar að spá í þessi fáránlegu nöfn sem eru að birtast okkur síðustu mánuði: Sko, Og, Já, N1 og nú síðast A4!!! Kannski einhver fleiri álíka sem ég man ekki eftir. Hvílíkt sem fólk þarf að vera gelt í kollinum að geta ekki fundið eitthvað aðeins kjarnyrtara og jafnvel örlítið lýsandi fyrir reksturinn sem nafnið hangir við! Eflaust hefur einhver sniðug auglýsingastofa getað rukkað einhverja hrúgu af seðlum fyrir þessa visku andans.
Athugasemdir
Sko Björg! t.d. upphaf af samræðum.
Og,,,,,,,,,, var það ekki dottið uppfyrir hjá Vodafone, held það kella mín.
N1, = þýðir sjálfsagt 1 Nesti
þetta A4 hef ég ekki heyrt áður, er það Bókabúð eða ljósritunarstofa?
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 10:58
Alveg sammála Björgu
Kveðja
saxi group
Einar Bragi Bragason., 2.10.2007 kl. 11:13
Veit að OG er ekki lengur til sem slíkt enda er nafngiftin umræðuefnið. Hvenær verður fyrirtæki skýrt eitthvað álíka og "Ég", "Því", "sem" eða "úps"? Nú eða bara "Eða"?
Björg Árnadóttir, 2.10.2007 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.