Er hljóðkerfið bilað??

Hvernig stendur á því að kynnar finna hjá sér þörf til að garga í hljóðnemann?? Það getur bara varla verið að hljóðkerfi ágætra stofnana eins og t.d. RÚV séu svo léleg að það þurfi sífellt að nota raddstyrk sem hentar til að kalla á milli húsa til að koma einföldum kynningum á framfæri í sjónvarpi. Þetta á við bæði við kynningar í sjónvarpssal og í útsendingum utan úr bæ.

Mér leiðist s.s. að láta stöðugt garga á mig og er þess vegna búin að gefast upp á að horfa á Laugardagslagið þó að ég hafi áhuga á að heyra og sjá flutninginn á nýju lögunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Sammála, þetta er ömurlega mislukkaður þáttur.kv.

Helga R. Einarsdóttir, 21.10.2007 kl. 12:20

2 identicon

Hef ekki orðið svo fræg að horfa á þennan þátt, þannig að ég er bara úti úr Q núna , verð greinilega að bæta úr því.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 13:17

3 identicon

Ég er svo innilega sammála þér Björg, að það hálfa væri nóg.  Þáttastjórnendur eru þau leiðinlegustu og ófrumlegustu sem ég hef á ævinni séð og er fljót að skipta á aðra stöð þegar þessi þáttur byrjar.

ingunn Björns (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 17:00

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he er þetta svona slæmt

Einar Bragi Bragason., 25.10.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband