28.10.2007 | 18:49
Tölvuvandamál!
Nú reyti ég hár mitt í geðvonsku! Það er eitthvað að Netinu hjá mér sem er að gera mig óða! Þetta lýsir sér m.a. í því að ýmist vistast athugasemdir mínar á bloginu alls ekki eða margoft! Ég bið þá sem eru að fá margskráningar innilega afsökunar en veit ekki hvort ég get lofað bót og betrun því ég veit ekki hvað er að.
Síminn segir að það sé ekkert að hjá þeim. Séníið á heimilinu (sem er alvöru séní - hefur unnið við djúpar tölvukerfispælingar árum saman) segir að það sé ekkert að hjá okkur svo við kjósum að kenna Símanum samt um.
Vona að þetta komist á Netið og helst ekki oftar en einu sinni. Þetta er s.s. útgáfa 2 af þessum pistli þ.e. útgáfa 1 hvarf eitthvert þegar ég reyndi að vista.....
Athugasemdir
ó jú.... samt vill maður ekki vera án þeirra
Björg Árnadóttir, 28.10.2007 kl. 19:13
Eða .......það auðveldasta...fá sér Apple
Einar Bragi Bragason., 29.10.2007 kl. 00:48
hmmmmmm..... eru ekki 3 strá eftir á kollinum þínum ? nei nei bara spyr,,,,,,,,,,,,,,,,,
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.