29.10.2007 | 20:49
Bitlausir hnífar
Þar sem ég stóð í eldhúsinu fyrr í kvöld og reytti og tætti kjötið af beinunum á kjúllanum undir því yfirskyni að ég væri að úrbeina, varð mér skyndilega hugsað til Möggu. Ég hugsaði; Magga á þessa fínu potta... Magga á alveg örugglega líka almennilega hnífa! Svo urðu pælingarnar eilítið skynsamlegri. Ég fór að velta því fyrir mér hvernig standi á því að svo fáir eiga almennilega hnífa? Pabbi sagði mér einu sinni, og ég trúi honum alveg, að það sé miklu líklegra að maður skeri sig, og það illa, á bitlausum hnífum en beittum. Samt eru eldhús landsmanna full af bitlausum hnífum. Við eigum rándýr eldhús með flottum eldavélum, ofnum, ísskápum og hvaða dóti og drasli sem við getum troðið í þau. En fæstir eiga almennilega hnífa.
Ég hef oft staðið í búðum og starað á alla fallegu og fínu hnífana sem hanga þar í röðum. Ég hef samt aldrei keypt neinn af viti. Þegar ég hef verið komin með hníf í hendurnar í verðflokki sem gefur til kynna að þetta ætti að vera góður hnífur hef ég alltaf hætt við. Annað hvort hef ég fengið skyndilegt nýskukast eða hef farið að velta því fyrir mér hvort þetta sé raunverulega góður hnífur. Ég vil nefnilega ekki eyða miklum peningum nema vera viss um að fá góða vöru.
Þannig að eldhúsið mitt heldur áfram að vera fullt af bitlausum hnífum.
Athugasemdir
uss uss hættulegt
Einar Bragi Bragason., 29.10.2007 kl. 21:57
hehehehe , gat nú ekki annað en hlegið að þessari færslu þinni, alveg hreint týpiskt fyrir margann hverjann. Þarna komstu inn á draumapunkt, akkúrat, landinn fyllir eldhúsin sín af flottum græjum, eins og gasalega flottir eldavélar, háf, tvöföldum ískáp með klakavél og rennandi vatni, ofn sem notaður er max 2-3 í viku. En það sem við notum daglega, eins og potta og hnífa eins og þú nefnir réttilega, þá nískumst við til að kaupa ekki "almennileg" áhöld í það.
Nei fólk kaupir Tefal potta og pönnu sem eitrar út frá sér rúm 80 eiturefni þegar þú ert að elda í því (meira að segja eru varnaðarorð á miða sem fylgir þessum pottum og pönnum sem fólk les aldrei). Af hverju heldur þú að uppskrift sem þú fékkst frá systur þinni bragðist ekki eins hjá þér og henni? Það er einfaldlega af því að þú ert ekki að nota sömu potta og hún, þínir pottar bragðast ekki eins og hennar. Ál pottar,,,, úffffff,,,, jafnslæmir og tefal draslið, þá er skömminni skárra að hafa "einhverja" stálpotta sem eru búnir til jafnvel úr brotajárni.
Koddu, ég skal fara með þér að kaupa almennilega hnífa, það er það minnsta sem ég get gert fyrir þig
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 13:52
Kannski ég taki þig bara á orðinu!
Björg Árnadóttir, 30.10.2007 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.