Það kostar að geyma peninga!

Ég er ekki alveg að ná mér núna.... Kallinn minn fer í skrepp til útlanda um næstu helgi og að því tilefni hljóp ég í bankann að ná í nokkrar evrur sem við eigum á bankareikningi til að grípa í við akkúrat svona aðstæður. Afgreiðslan í bankanum fór nokkurn vegin svona fram:

        Ég: Ég ætla að taka 100 evrur út af reikningnum mínum.

        Gjaldkeri: Já, það kostar 127.

        Ég: Ha, nú, allt í lagi ég borga það bara. (Svo fór ég að velta fyrir mér: af hverju kostar að taka mína peninga útaf mínum reikningi??)

        Ég: Af hverju? Fyrir hvað er ég að borga?

        Gjaldkeri: Sko, það kostar að geyma peningana. Þeir ná ekki að ávaxta sig sjálfir.

Hverslags eiginlega bull er þetta! Hvernig banki getur ekki einu sinni ávaxtað peningana sem hann geymir nógu vel til að duga fyrir afgreiðslugjöldum?? Ég setti þessar evrur í bankann af því það væri miklu sniðugra að hafa þær þar en að eiga þær undir koddanum heima. En ef þetta er svona þá er mikið sniðugra að eiga þær bara heima. Maður fær gengisbreytingarnar alveg jafnt þó aurinn sé heima og þarf ekki að borga fyrir að nota sína eigin peninga.

Í framtíðinni mun ég s.s. geyma þann gjaldeyri sem mér áskotnast frekar heima undir kodda en að rölta með þá í bankann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 *hóst*

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 15:19

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Björg jóakim.....færð þér bara svona eins og Jóakim

Einar Bragi Bragason., 6.11.2007 kl. 00:01

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Einar: ég er hrædd um að mínar hirslur þurfi ekki að vera alveg jafn stórar og þessar sem Jóakim notaði. Gæti látið mér venjulegan sparibauk duga!

Björg Árnadóttir, 6.11.2007 kl. 10:03

4 identicon

ertu ekkert hrædd um að fá hálsríg???

Bylgja (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband