7.11.2007 | 09:02
Vondur dagur
Það er vondur dagur í dag. Það hefur enginn gert mér neitt og það er ekkert að. Þetta er bara einn af þessum dögum.
Ég vaknaði geðvond og með hausverk, það var leiðinlegt í ræktinni, ég nenni ekki að vinna, fötin mín eru tuskuleg, ég er illa haldin af ljótunni og svo varð síminn minn rafmagnslaus rétt áðan. Ef einhver karlkyns les þetta þá ætla ég að taka það fram að það er ekkert að hormónunum í mér! Þetta er bara svona dagur.
En það er eitt gott við svona daga: Maður lærir að meta alla hina dagana.
En jafnvel á mínum bestu dögum fýkur í mig þegar ég heyri auglýsingu eins og í bílnum áðan: "Ævintýraland barnanna, Just for kids, opnar eftir X daga!" Hvaða rolur geta ekki druslast til að skýra skemmtistað fyrir BÖRN íslensku nafni?? Bein þýðing á þessu enska nafni er t.d. "Bara fyrir börn" sem er 10 sinnum skárra en þetta bull!
Athugasemdir
hahahahha,,,, , þú ert yndislega grumpy núna
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 09:23
æ já, það víst alveg satt!
Björg Árnadóttir, 7.11.2007 kl. 09:40
Björg mín, er þetta eitthvað að ganga núna? Er stór lægð á leiðinni eða hvað? Ég hló hérna í vinnuni þegar ég kíkti á bloggið þitt. Við erum nefninlega hérna 7 saman í hóp að störfum og aðeins 1 okkar var yfirgengilega hress í morgun, við hinar alveg rosalega þreyttar og orkulausar og 1 svaf vel yfir sig! Hvað er í gangi. Meira að segja að morgunumferðin sem er með þessari venjulegu stíflu og hægagangi rétt milli hálf níu og níu var í seinna lagi í morgun. Þetta hlýtur að lagast með nokkrum kaffibollum!! Hafðu það gott í dag gamla góða vinkona!
Sigurlaug B. Gröndal, 7.11.2007 kl. 10:20
Þoli ekki erlend nöfn á svona stöðum
Einar Bragi Bragason., 7.11.2007 kl. 10:38
Mæli við góðum skammti af járntöflum við vondum dögum. Ekkert læknar ljótu betur en gagnárás með flottum skóm, fallegum fötum og góðu lúkki. You have to fake it untill you make it sometimes.
Bylgja (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 12:55
Bylgja er greinilega afskaplega skynsöm kona. Ég ætla að muna þetta ráð næst þegar svona dagur dúkkar upp!
Björg Árnadóttir, 10.11.2007 kl. 13:10
Björg, ertu ekki búin að ná þér?????? svona upp með góða skapið ljúfan.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.