Hefðir

Ég er alveg óvart búin að koma á nýrri hefð í minni fjölskyldu. Ég áttaði mig á þessu þegar það var hvíslað að mér um helgina: "Sigrún frænka var að spyrja hvort það yrði ekki svona piparkökuskreytingadagur fyrir þessi jól líka?"

Fyrir 3-4 árum langaði mig að hitta fjölskylduna í kringum jólin án þess að það væri formlegt boð, allir í sparifötunum og stífir af hátíðleik. Svo ég boðaði opið hús, keypti fullt af tilbúnum piparkökum, bjó til alla liti af glassúr, skreytti heimilið fyrir jólin, setti jólalög í spilarann og beið eftir gestum. Þetta var bara snilld!  Fólk kom og fór eins og því hentaði yfir daginn, ungir og gamlir skreyttu piparkökur, jólalögin voru rauluð, fólk fékk eitthvað smávegis gott í gogginn (að sjálfsögðu!) svo var spjallað og hlegið. Þegar fólk tygjaði sig heim á leið fengu krakkarnir með sér í poka slatta af piparkökunum sem búið var að skreyta. Þetta hefur verið endurtekið árlega síðan.

Nú verður ekki aftur snúið. Ég verð með opið hús aftur fyrstu helgina í desember. Þá ætla ég að vera búin að skreyta húsið mitt að utan og innan til að gera stemminguna sem skemmtilegasta. Líka fínt að vera búin að því og geta gert eitthvað annað í desember. Ætla t.d. á tónleika.

Frá síðustu færslu er ég búin að jafna mig á geðvonskunni sem þá hrjáði mig, leggjast í magapest, kallinn farinn til Marokkó (kemur aftur í kvöld!!), bíllinn búinn að bila og fara í viðgerð (rétt eina ferðina enn) og ég komst að því að dóttir mín er búin að láta tattóvera sig. Hún er orðin 18 svo hún réði því. Þannig að þrátt fyrir að það gerist aldrei neitt hjá manni þá er nú samt alltaf eitthvað um að vera ef grannt er skoðað.

Munið að njóta hversdagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hefð hjá þér, ferlega sniðugt hjá þér. Knús á þig

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 12:24

2 identicon

Hæ.

Hvað er bróðir minn eiginlega að bauka í Marokko?

Skemmtu þér vel á piparkökuskreytingadeginum.  Bið að heilsa þeim sem ég þekki þar.  Ég ætla hinsvegar í jólainnkaupaleiðangur á Akureyri.

Kveðja,

Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 13:15

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Skoða gröfur - hvað annað!

Björg Árnadóttir, 14.11.2007 kl. 15:56

4 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Svona jólahefðir eru ofsalega skemmtilegar. Það er nauðsynlegt að halda í hefðir sem þjappa fólki saman í skemmtilegar samkomur og athafnir. Jólin eru nú akkúrat tíminn til þess. Fólk fer ekki orðið í heimsóknir nema með einhverjum ægilegum tilfþrifum. Allri eru í sínu horni að bauka eitthvað. Þetta er frábært hjá þér Björg. Upp með jólafjörið!

Sigurlaug B. Gröndal, 14.11.2007 kl. 16:27

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Góð hugmynd hjá þér......

Einar Bragi Bragason., 14.11.2007 kl. 22:31

6 identicon

Hæ.

Mundi hann nokkuð eftir skeið, á enga frá Marókko? hann var máske upptekinn af stærri hlutum.

Kristín (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 10:06

7 Smámynd: Björg Árnadóttir

Kristín: Hann leitaði en fann ekki...

Björg Árnadóttir, 15.11.2007 kl. 17:16

8 identicon

Sæl.  Takk fyrir það.  

Kristín (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 19:05

9 identicon

Ég er einmitt með jólaföndur heima hjá mér á morgun. Hefð fyrir því að við konurnar og börnin hittumst og föndrum. Hver kemur með sitt og svo sitjum við saman og spjöllum og höfum það huggulegt saman. Að sjálfsögðu er karlarnir velkomnir en þetta hefur æxlast svona í gegnum árin. Síðan gerum við öll saman laufabrauð í desember.  Á sama hátt er sherrý trifflið sem mamma gerir á annan í jólum algerlega ómissandi jólahefð

Bylgja (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband