Mánuður til jóla

Ég var að uppgötva að það er réttur mánuður til jóla. Ég er ein af þeim sem er alveg hörð á því að jólaskraut og jólalög á ekki að sjást og heyrast fyrr en á aðventunni eða frá 1. des. eftir því hvort kemur fyrr.

 

En nú var ég s.s. að uppgötva að það er mánuður til jóla. Ég var líka að uppgötva að ég er nú þegar búin að ráðstafa öllum sunnudögum til jóla. Ég vinn frekar mikið þannig að á virkum dögum gerir ég engar rósir á kvöldin eftir að vinnu lýkur. Það þýðir að ég hef laugardagana fram að jólum til að sinna jólaundirbúningi. Nema næsta laugardag, þá þarf ég að vinna og undirbúa piparkökudaginn sem verður  hjá mér næsta sunnudag. Svo ég hef þrjá laugardaga í desember til undirbúnings.

 

Þessa þrjá laugardaga þarf að nota til baksturs, innkaupa, skreytinga, þrifa og hvers annars sem til fellur í jólaundirbúningi.

 

Þannig að mér datt í hug…… Er ekki hægt að hafa svona 45 – 50 daga í desember ???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta finnst mér fín hugmynd, það er svo gaman í desember

Jónína Dúadóttir, 25.11.2007 kl. 11:08

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það er svo skrítið Björg, að ef það er einhver mánuður sem flýgur á ógnarrhraða frá manni þá er það desember og þó sérstakega dagarnir fram að jólum. Finnst þér þetta ekki alveg undarlegt? Ég held nefninlega að þessi aukning á dagafjöldum í desember sé nákvæmlega það sem gerst hefur síðustu árin, nema að þessir aukadagar heita október og nóvember! Allavega í verslunarbransanum eru jólavörur komnar í búðir upp úr miðjum október sbr. IKEA. Okkur finnst það ansi snemmt. Ég er sammála þér með skreyta hjá sér og svoleiðis að bíða með það til 1. des.  Ljósin mega kannski koma einhverjum dögum fyrr en ekki skraut. Gangi þér vel kæra vinkona með jólaundirbúningin.

Sigurlaug B. Gröndal, 25.11.2007 kl. 14:33

3 identicon

Fyllilega sammála þér, samt, ekki fjölga dögunum í desember. Þeir duga eins og þeir eru, ef maður getur ekki gert eitthvað, þá á maður bara að sleppa því.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 16:17

4 identicon

Brillint hugmynd!!   
Það mundi henta mér afskaplega vel í ár þar sem jóla allt byrjar ekki fyrr en eftir próf....
reyndi samt að finna allt annað að gera en að læra um helgina hehe og eru því 3 jólaseríur komnar upp, eldhússkáparnir orðinir hreinir sem og annað barnaherbergið og fleirra í þessari íbúð (ekki þökk sé mér þó hehe)
En ég væri alveg til í að hafa svona vikufrí í des til að geta bara chillað og notið þess að gera hitt og þetta!

En nei, ekkert höfum við um þetta að segja og því líður desember jafnvel enn hraðar heldur en hinir mánuðir ársins

Góða skemmtun!

Erla Ösp (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 22:31

5 identicon

Sæl

Algerlega sammála Helenu. Jólin koma alveg sama hvað maður gerir mikið og þau eru alltaf jafn hátíðleg. Ég er alveg hætt að stressa mig á spurningunni "Ertu búin að gera allta fyrir jólin?" og skilgreini þetta allt sem allt sem mig langar að gera á, hvort sem það er að þrífa, baka eða lesa í bók og maula konfekt

Bylgja (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 10:06

6 Smámynd: Björg Árnadóttir

Sko.... ég verð seint sökuð um hreingerningaáráttu, hvað þá um of mikinn bakstur. Ég var nú að spá í að fjölga dögunum bara svo maður hefði meiri tíma í þetta nauðsynlegasta, skreyta og að slappa af og mæta á tónleika.

Mamma kenndi mér fyrir þónokkrum árum síðan að það skiptir engu máli hvort það næst að skúra eða ekki, jólin koma samt og krakkarnir hafa ekki hugmynd um hvort það hefur verið skúrað eða þurkað af. Ég hef síðan fylgt þessari visku hennar af mikilli dyggð. 

Björg Árnadóttir, 26.11.2007 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband