Kynbundið ofbeldi

Ég sá fyrir stuttu fyrirsögn um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Fínt, flott, hugsaði ég. En af því ég er nú eins og ég er þá hélt ég áfram að hugsa....

Hvað er eiginlega kynbundið ofbeldi??  Kynin eru tvö, karlar og konur. Hvorugkyn telst ekki með af því það er bara í málfræði.  Kynbundið ofbeldi hlýtur því að vera þegar karlar lemja karla og konur lemja konur. Er það ekki? Ef kona lemur karl eða karl lemur konu þá eru bæði kynin komin í málið og ofbeldið hætt að vera bundið við kyn, ekki satt??

Ég ætla alls ekki að gera lítið úr því ofbeldi sem ég veit að verið er að tala um undir svona fyrirsögnum. Hins vegar finnst mér frekar aumt að vera að flokka ofbeldi. Ofbeldi er bara ofbeldi og það á að vinna gegn því hvar og hvernig sem það finnst. Af hverju að taka eina útgáfu þess sérstaklega fyrir? Sjáum við einhvern tíma: „Berjumst gegn hártogi – Konur sérstakur áhættuhópur þ.e. þær eru oft hárprúðari en karlar.“ ?

Þar fyrir utan veit ég fyrir víst að konur eru engu betri en karlar inni á heimilum og fara sumar hverjar mjög illa með karla sína. Ekki síst þess vegna finnst mér ekki rétt að taka vinnu gegn ofbeldi fyrir með þessu móti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmmm,,, veistu ég hef aldrei hugsað þetta svona ein sog þú gerðir, en einhverntíman er fyrst

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:30

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Góð færsla hjá þér Steinka og góð pæling. Þetta er nokkuð sem ég hef verið að hugleiða sjálf. Það er sem dæmi aldrei talað um ofbeldi gegn körlum. Hvað eru margir karlmenn sem beittir eru ofbeldi við hjónaskilnað með því að meina þeim samskipti við börnin sín? Hvað með karlmenn sem beittir eru andlegu ofbeldi með því að niðurlægja þá á allan handa máta í viðurvist annarra? Þetta er ein tegund af ofbeldi. Ég hef orðið vitni af líkamlegu ofbeldi á karlmanni af sambýliskonu á opinberum stað. Ofbeldi er ofbeldi og ég er sammála þér að það eigi ekki að binda þau við ákveðið kyn.

Sigurlaug B. Gröndal, 28.11.2007 kl. 14:09

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Fyrirgefðu Björg mín. Ég veit ekki af hverju ég sló inn nafnið hennar Steinku.

Sigurlaug B. Gröndal, 28.11.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband