Ég skil ekki skilorðskerfið hérna á Íslandi.

Mér finnst fínt að fólk sem hefur brotið af sér geti fengið að sleppa fyrr úr fangelsi vegna góðrar hegðunar. Mér finnst líka fínt að fólk sem hefur framið minniháttar afbrot geti fengið dóma án þess að fara í fangelsi en sé þá á skilorði í einhvern tiltekinn tíma. Þetta held ég að sé kerfi sem er ódýrt fyrir þjóðfélagið og gefi hinum brotlegu færi á að bæta sig og taka upp betri háttu.

 

Það sem ég skil hins vegar ekki er það sem gerist þegar fólk brýtur skilorð. Ég get vel skilið að það þurfi að sanna skilorðsbrot. Annars myndu illar tungur án efa eiga það til að gera það sem þær geta til að koma einhverjum á skilorði í steininn aftur hvort þó það væri ekki verðskuldað.

 

Þeir sem brjóta skilorð eru hins vegar iðulega menn sem eiga í einhverjum erfiðleikum með tilveruna. Stöku sinnum eru það líka forhertir glæpamenn. En þegar verið er að dæma þessa menn þá virðast þeir iðulega fá dóma á útsölukjörum. Tökum nýlegt dæmi:

         Maður sleppur úr steininum á skilorði. Hann á 14 mánuði eftir af dómnum. Þar sem hann er útlendingur er hann sendur úr landi og bannað að koma hingað næstu 10 árin. Fínt.

Maðurinn brýtur síðan skilorð með því að koma aftur til landsins og er með eiturlyf.  Dómurinn sem hann fær er 16 mánuðir í fangelsi. Hann er s.s. dæmdur til að sitja af sér 14 mánuðina sem hann átti eftir og fær 2 mánuði fyrir að koma ólöglega til landsins og að vera með fíkniefni á sér. 

 

Þetta er bara eitt dæmi. Oft er slegið upp í blöðum “XX mánuðir fyrir að stela lifrarpylsu” eða eitthvað álíka. Undantekningalaust er í þeim tilfellum verið að dæma fólk til að sitja af sér gamla dóma og fullt af öðrum afbrotum felld undir þá dóma.

 

Það sem ég er að reyna að segja er að ég vil að skilorðsbinding dóma sé nákvæmlega það. Ef þú hagar þér ekki eins og maður meðan á skilorði stendur (og helst lengur) þá ferðu beina leið í steininn. Helst ætti að vera einhvers konar skemmra dómstig til að yfirfara hvort skilorð hafi í raun verið brotið og fólk sent strax í afplánun ef svo er. Ef þú fremur glæp meðan þú ert á skilorði þá færðu annan aðskilinn dóm fyrir þann glæp.

 

En ég ræð þessu ekki og svona er þetta ekki.

 

Meðan ég man: Konur eru líka menn – ekki karlmenn en samt menn. Í þessum pistli er ég s.s. ekki eingöngu að tala um karla heldur líka konur. Bara svo það sé á hreinu J

 

Örstutt um hvunndaginn: Fór loksins í dag með pallhýsið í geymslu. Núna sést húsið mitt loksins frá götunni og fínu skreytingarnar. Fór svo með kallinum örstuttan skrens í gegnum Smáralindina. Keyptum smávegis til heimilisins og tvær jólagjafir. Komum okkur svo heim því við erum innilega sammála um að það er hundleiðinlegt að þvælast í búðum.  Endurgerði svo eina blómaskreytingu frá síðustu jólum og tókst bara vel til. Svo þegar ég settist hérna við tölvuna kom kær vinkona mín hinum megin á landinu á msn og sagði mér að hún hefði fengið 10 í prófi í markaðsfræði. Hún sem var að fara á límingunum yfir að hún gæti þetta ekki!! Hún er alger snilli og ég er svo ánægð fyrir hennar hönd að mér líður hálfpartinn eins og ég hafi sjálf fengið 10!! Þetta er ekki síður afrek hjá henni þ.e. hún er að drífa sig í skóla eftir margra ára hlé, með vinnu, mann og tvö ung börn. Mér finnst þetta hreinasta afrek!

 

Á morgun stendur svo til að setja saman piparkökuhús, baka súkkulaðibitakökur og kókostoppa og fara með manni og börnum í Borgarleikhúsið annað kvöld. Hlakka til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hér sit ég með tárin í augunum eftir að hafa lesið færsluna þína!  Takk elsku Björg mín, það er ákaflega gaman að lesa þessi fallegu orð þín. og svei mér þá ég ætla að leyfa mér að vera virkilega stolt af mér í þetta sinn!! hversu oft reynir maður að draga úr afrekum sínu... með einum eða öðrum hætti.
Held því miður að okkur konunum sé það of eiginlegt að gera lítið úr því sem við erum að gera.
Og verðlaunin mín, ég vaknaði kl 8 í morgun (án þess að heyra í vekjaraklukku) og sit nú hér ein á neðri hæðinni í þögninni við daufa birtu frá jólaseríum og les bók (með smá tölvupásu hehe)   og það er yndislegt!

Gangi þér vel í dag Björg!

Erla Ösp (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 09:01

2 identicon

Mikið til í þessu með skilorðið, hef einmitt verið að hugsa þetta sama. Dómskerfið hjá okkur er linara en andskotinn, en, það er bara ekki um mörg pláss að ræða og eru þessi fangelsi yfirleitt yfirfull. En gaman þætti mér að vita hvert hlutfallið er á milli íslendinga og útlendinga sem sitja í fangelsum landsins.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 10:14

3 identicon

Mjög sérstakt svo ekki sé meira sagt.

Nýjasta dæmið er maðurinn sem var í farbanni vegna nauðgunarkæru. Hann er horfinnn af landi brott. Held þeim væri nær að skoða nöfn og myndir í vegabréfum hjá fólki á leið úr landi en að hrella mann með gífurlegri leit að aggalitlu magni af vökva!

Bylgja (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband