30.12.2007 | 17:12
Hömluleysi græðginnar....
Mikið lifandis, skelfingar ósköp er ég svakalega fegin því að finnast áfengi og áhrifin af því kki eins góð og af sykri. Ef svo væri myndi ég sennilega vera sofnuð um kaffileitið hvern einasta dag. Svo væri ég líka löngu búin að drekka frá mér allt sem ég á og örugglega fjölskylduna líka.
Í morgun þegar ég vaknaði var ég alveg búin að fá mig fullsadda af þessu áti á mér frá því í byrjun desember. Þá var nefnilega allt í lagi að byrja að háma í sig af því það voru alveg að koma jól. Alla vega vaknaði ég staðföst í því að borða einungis á matmálstímum og halda mig frá öllu sukki. Með það í huga gekk ég fram í eldhús og fékk mér smákökur .
Staðan er í stuttu máli svona:
- Átið hefur slæm áhrif á blóðþrýstinginn en ég ét samt!
- Átið hefur slæm áhrif á fataskápinn en ég ét samt!
- Átið veldur mér kláða og fleiri óþægindum (ofnæmi) en ég ét samt!
- Átið og hreyfingarleysið eru farin að gera mig stirða og slappa en ég ét samt!
- Átið og áhrif þess er mér endalaus uppspretta geðvonsku og vonbrigða en ég ét samt!!!
Í stuttu máli er sama hvað gengur á .. ég ét samt!! Þegar allt nammi sem mér finnst gott er búið borða ég bara vondu molana. Allt frekar en að sleppa því!
Nú eru að koma áramót. Ég hef aldrei strengt áramótaheit og ætla ekki heldur að gera það núna. En um þessi áramót eru samt breytingar framundan. Ég hætti í vinnunni sem ég hef verið í s.l. 6 ár og fer að vinna með karli mínum. Ég ætla líka að byrja aftur að hreyfa mig reglulega. Og ég ÆTLA líka að ná tökum á munni mínum og maga.
Gleðilegt ár öll og munið að ganga hægt um gleðinnar dyr um áramót sem alla aðra daga. Allt er best í hófi og það er hreina satt!
Athugasemdir
hahahha,,,, gleðilegt ár Björg mín, þú ert greinilega í sömu sporum og ég, nema þetta með góðu molana,,,,,, ég borða ekki svoleiðis gotterí.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 21:37
Kæra Björg..... þetta er eins og talað útúr mínum munni...hehehe. Ég á við nákvæmlega þetta sama vandamál að stríða og hef hug á að vinna úr þessum vandamálum á nýju ári. Gleðilegt ár og takk fyrir gamalt og gott.
Ingunn Björns (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 18:55
ha ha ha gleðilegt ar
Einar Bragi Bragason., 2.1.2008 kl. 02:14
Gleðilegt ár og takk fyrir innlitin á árinu. Vona að þú haldir áfram að kíkja á mig á nýju ári.
Best að klára þessar smákökur sem fyrst
Bylgja (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 14:07
en ég ét samt.... það geri ég líka!! and there is a price to pay!
En nýju ári fylgja nýjar vonir og væntingar, plön og áætlanir.
GAngi þér vel Björg mín¨:)
Erla Ösp (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 08:12
Við viljum blogg .... Við viljum blogg..... ;-)
Erla Ösp (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.