Bloggskortur.....

Ég hef verið frámunalega löt við blogg undanfarið. Mér til afsökunar segi ég að ég hef verið alveg ótrúlega þreytt undanfarin kvöld og hreinlega ekki nennt að skrifa neitt. Stundum hefur mér dottið í hug um miðjan daginn að skrifa eitthvað bráðmerkilegt en það er jafnan rokið út í veður og vind þegar ég er komin heim, úr vinnugallanum, búin að elda, ganga frá, athuga með þvottinn…..  Maður er nú bara stundum þreyttur. J

 

Annars dregur það úr manni ótrúlega orku að byrja á nýjum vinnustað. Þó ég þekki alla og starfið sjálft þá er þetta samt einhvern vegin ótrúleg viðbrigði að vera allt í einu farin að vinna við þetta allan daginn, alla daga. Maður er samt strax að venjast og allur að koma til.

 

Á morgun ætla ég að vinna við bókhaldið. Það þýðir að ég mun sitja við tölvuna hérna heima og geta komið háfleygum hugsunum mínum á blað (skjá) strax og þær gera vart við sig. Ég bíð spennt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband