11.1.2008 | 18:22
Jökullinn
Var að fikta smávegis og fann útlitsstillingu með mynd af Snæfellsjökli. Gat ekki annað en sett hann inn á bloggið mitt. Minnist hans á björtum sumarnóttum hvelfast yfir mig og aðra sem voru úti að vinna við heyskap fyrir að því virðist 120 árum síðan. Dásamlegur tími og dásamlegur staður.
Athugasemdir
útsýnið af holtinu með linsu
Einar Bragi Bragason., 11.1.2008 kl. 23:48
phuuuu,,,,,, er alltaf að reyna að setja einhverja svona mynd hjá mér, er bara ekki nógu klár á þetta apparat þó ég sé talin ágæts tölvumanneskja, en svona lærir maður seint þegar maður er komin yfir fertugt, en þá á manni víst að vera allt fært en ég er nú ekki sammála því sko.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 11:21
Bara fara af Moggablogginu og á t.d. www.wordpress.com
Ekkert vesen með myndir þar
Bylgja (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 08:55
Jökullinn er ægifagur og alltaf ný útgáfa. Ég sá hann út um eldhúsgluggann í Engjaselinu þegar ég bjó þar og sá hann oft baðaðan í kvöldsólinni. Hann er alltaf tignalegur. Falleg mynd, Björg!.
Sigurlaug B. Gröndal, 16.1.2008 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.