19.1.2008 | 14:41
Handboltinn og ég
Í febrúar 1984 smitaðist ég af handboltabakteríunni. Þannig var að ég var á fyrstu mánuðum meðgöngu nr. 2 og var ekki alveg heil heilsu. Þess vegna var ég stundum heima hjá mér á virkum dögum þegar beinar útsendingar voru. Þar sem ég þurfti að liggja fyrir fannst mér tilvalið að liggja í sófanum og glápa á gullstákana okkar sýna hvað þeir gátu. Mikið hrikalega voru þeir flottir! Reyndar svo flottir að í æsingi uppí sófa átti ég það til að æpa og rykkja mér á fætur á magavöðvunum einum saman. Sem var bannað. Svo rammt kvað að þessu að ég varð stundum frá vinnu daginn eftir eða þurfti að slökkva á sjónvarpinu til þess að valda ekki litla krílinu í maganum á mér skaða.
Svo komst ÍR einu sinni eitthvað vel áfram í íslandsmótinu og þar sem það var heimalið fjölskyldunnar á þeim tíma þá vildi sonurinn ca. 8-10 ára gamall að mamma færi með sig á leik. Það var nú ekki nema sjálfsagt. Þegar leikurinn var rúmlega hálfnaður tók ég eftir því að guttinn lét eins og hann þekkti ekki þessa kolvitlausu konu sem stóð þarna gargandi og hoppandi. Hann bað mig aldrei aftur að koma með sér á leik. Skrýtið ..
Síðan hef ég fylgst með handbolta frekar en öðrum íþróttum. Reyndar ekki verið neitt sérlega dugleg við að mæta á leiki. En ég horfi á beinar útsendingar svo framarlega sem ég er ekki í vinnunni. Ég horfði á svíana taka í lurginn á okkur á fimmtudaginn og ætla að horfa á leikinn á eftir.
Mér þykir afskaplega leiðinlegt að viðurkenna að ég á ekki von á að við komumst langt á þessu móti. Jafnvel ekki uppúr þessum riðli. Vona heitt og innilega að ég hafi rangt fyrir mér. Mjög rangt!
Athugasemdir
Sæl.
Eitthvað finnst mér nú rangt við þetta ártal á meðgöngu nr.2. Var þeta ekki örugglega nr.1? en hvað veit ég.
Allt gott að frétta héðan, nema Gumma finnst vanta almennilegt veður, bara bliða á hverjum degi.
Kem í borgina í mars, sjáumst kannski þá.
Kveðja,
Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 16:42
úfff...... jú, rétt... svona er maður hundgamall!! Auðvitað var þetta í febrúar 1989!!!
Björg Árnadóttir, 19.1.2008 kl. 16:51
Er eggið farið að kenna hænunni kannski hér??? nei bara spyr sko
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 18:09
þú hafðir rangt
Einar Bragi Bragason., 19.1.2008 kl. 23:05
æ já, mikið rosalega er það gott!!
Björg Árnadóttir, 19.1.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.