Það er gott að búa í Vogunum!

Ég hef lesið í blöðunum og á netinu undanfarið að íbúar í Vogum á Vatnsleysuströnd búi við ógn og skelfingu vegna misyndismanna sem gangi þar um og haldi öllu í heljargreipum.  Ehhh…. Það hljóta hreinlega að vera einhverjir aðrir Vogar á Vatnsleysuströnd en þessir sem ég bý í!

 

Þegar ég kem heim til mín seinnipart dags er ég komin í þau mestu rólegheit sem ég hef áður kynnst. Ég hef stærstan hluta æfinnar búið í Garðabæ, Breiðholti, Smáíbúðahverfinu og Grafarvogi. Síðustu rúm 4 árin hef ég svo búið hér í Vogunum. Hér er verulega fjölskylduvænt, rólegt og notalegt að vera. Og hvort sem þið trúið því eða ekki….. lang, lang, lang veðursælast af þeim stöðum sem ég hef áður búið á!

 

Í Vogum á líka heima alls konar fólk. Ég vil gjarna fá að vita um það bæjarfélag á landinu þar sem enginn misstígur sig nokkurn tíma: Enginn drekkur of mikið, enginn tekur of margar pillur eða notar eiturlyf, enginn tekur nokkurn hlut ófrjálsri hendi eða hækkar röddina í hótun við náungann eða lyftir hendi í ofbeldi. Ef einhver getur fundið slíkan bæ á þessu landi þá vil ég gjarna fá að vita um hann!

 

Það er líka í fullu gildi enski málshátturinn: “If you lie with dogs, you get fleas.” Það er örugglega til samsvarandi málsháttur á íslensku en ég man ekki eftir neinum í bili. Það þýðir að ef þú umgengst misyndismenn þá máttu búast við að lenda í einhverju misjöfnu. Það gildir líka um alla þína fjölskyldu og vini.  Þegar einhver sem hefur lent í slíku óláni fer með það í blöðin grípa þau það á lofti og básúna það út þannig að allir sem lesa mega halda að slík óværa tröllríði öllu á svæðinu. Slíkt er alls ekki rétt. Þetta er lítið samfélag þar sem lang flestir lifa friðsælu lífi.

 

Ég vona sannarlega að þeir sem eru í einhverju brasi með lífið og tilveruna nái tökum á henni, að fréttaflutningur af ímynduðu ófremdarástandi hérna hætti og að við íbúar í Vogum getum haldið áfram að búa hér í friði og spekt eins og hingað til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

var alltaf vont veður í Breiðásnum ?????????????? Ekki í Melásnum

Einar Bragi Bragason., 22.1.2008 kl. 17:11

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Alls ekki! Það er bara oftar gott hérna. 

Björg Árnadóttir, 22.1.2008 kl. 18:00

3 identicon

hömmm,,,,, hvaða bull er að það er betra veður í Vogunum en í Hafnarfirði Björg? Skil bara ekkert í þér að láta svona bull fara frá þér darling  , nei í alvöru, er ekki bara besta veðrið þar sem við erum hverju sinni, fyrir utan í dag, rok og rigning .

Hvað varðar misyndismennina í Vogunum, þá er það nú aðallega út af einum manni sem þetta blaðauppþot hefur átt sér stað, þessum Annþóri. Þangað venja víst sumir komu sínar til hans sem eru í bulli, einu sinni var komið að Einari ÁGústi tónlistarmanni þar þegar hann var í ruglinu og var hann handtekinn þar skilst mér. Það er alls staðar misjafn sauður í mörgu fé, hvar svo sem við erum.

Smjúts á þig kella

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 20:17

4 Smámynd: Björg Árnadóttir

Well.... þetta síðasta hafði nú ekkert með Annþór blessaðan að gera. Svo má nú alltaf líta á björtu hliðarnar. Ef það væri ekki fyrir þessa smákrimma sem eru hér myndum við aldrei nokkurn tíma sjá lögreglubíl hérna. Mér finnst nú bara ágætt að sjá þá á rúntinum öðru hvoru.

Björg Árnadóttir, 22.1.2008 kl. 22:35

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Mér fannst hann ERRÓ Ragnar Óskarsson Garðbæingur flottur í Kompas í kvðld

Einar Bragi Bragason., 22.1.2008 kl. 23:59

6 identicon

Húsið mitt á horninu á Breiðásnum tók alla norðanáttina á sig fyrir liðið innar í götunni (Björgu og fleiri) og alla á Melásnum (Einar Braga og fleiri).

á maður að þekkja þennan Ragnar Óskarsson eða er hann eldgamall eins og sumir?? 

Bylgja (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 15:42

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ha ha ha ha Bylgja hey bloggið þitt er flott......en munið þið eftir Þórhalli óskars....lítill naggur oft með Tryggva Árna....spilaði á trompet í lúðró,,,,,,,þetta er bróðir hans.

Einar Bragi Bragason., 24.1.2008 kl. 01:05

8 identicon

Algerlega tóm á þennan Þórhall...come on hann var í LÚÐRASVEIT

...man ég ekki mikið eftir þessum "gamlingjum". Man þó eftir Tryggva enda varð hann síðar skemmtanastjóri í Hollywood

Bylgja (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 15:56

9 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég man eftir Tryggva. Sennilega var þessi Ragnar bara of ungur fyrir mig... sko, á þeim árum!!

Björg Árnadóttir, 24.1.2008 kl. 17:30

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Raggi er eldri en við ....takk fyrir...Bylgja það er töff að vera í Lúðró

Einar Bragi Bragason., 24.1.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband