24.1.2008 | 22:21
Sumarfrí!!
Nú ætla ég í sumarfrí! Ég ætla í bústað í heila viku. Ég ætla að borða góðan mat, lesa, púsla, prjóna, horfa á sjónvarp og fara í gönguferðir. Ég ætla s.s. að gera eiginlega ekki neitt! Ég verð að auki ekki með tölvusamband svo ég mun ekki blogga né lesa blogg.
Þetta verður æði!!!
Athugasemdir
Nice,,,,,,,
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 22:27
he he Björg Sumarfrí......það er Janúar
Einar Bragi Bragason., 24.1.2008 kl. 23:05
Úlala!!!! Æðislegt!! Hafðu það rosalega gott Björg mín og slakaðu vel á. Það er ekki laust við að ég öfundi þig pínulítið af þessu. Það er svo gott að fara í bústað að vetri til og njóta vetrarkyrrðarinnar við spil, handavinnu, lestur góðra bóka og njóta góðs matar svo ég tala ekki um að vera laus við allt áreytið, tölvuna, símann og allt hitt. Góða ferð mín kæra og hafðu það rosalega gott. Heyri í þér seinna. Kær kveðja frá mér.
Sigurlaug B. Gröndal, 25.1.2008 kl. 08:31
Þetta er bara spurning um hugarástand og að hugsa út fyrir boxið. Gleðilegt sumar og hafðu það sem allra best. Vertu dugleg að bera á þig sólarvörn.
Bylgja (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.