Sumarfríið búið!

Nú er ég búin með sumarfríið mitt. Ég sá að sumir voru eitthvað að efast um að ég væri alveg með öllum mjalla að fara í sumarfrí á þessum tíma. Málið er að ef maður á kall sem velur sér vinnu sem byggist á því að vinna á sumrin, þá verður maður að aðlaga sig og taka sér sumarfrí á veturna! Við tókum okkur reyndar viku túr um landið í sumar en vika er alveg hámarks slæpingur að sumarlagi í þessum bransa. Svo nú var farið í sumarfrí Smile

 

Í bústaðnum gerði ég það sem ég nenni alls ekki að gera á sólarströndum…. Ég lá og gerði ekki neitt. Alls ekki neitt! Við kíktum stundum út í stutta göngutúra en lágum annars í sófanum og horfðum á sjónvarp, gerðum krossgátur og ég prónaði. Svo var auðvitað kíkt í pottinn og eldaður góður matur. Þetta var bara dásamlegt!

 

Nú erum við komin aftur endurnærð og til í allt.

 

Næst á dagskrá er að fara í Bónus og kaupa bollugerðarefni….. Whistling Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim Hvað ertu að prjóna?

Kv

Bylgja fyrrum prjónakona og áhugakona um hannyrðir og aðrar kvenlegar dygðir

Bylgja Valtýsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 15:19

2 identicon

Gleymdi að segja að MIG langar ROSALEGA í bollur

Bylgja (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 15:55

3 identicon

Er orðið svo langt síðan ég skrifaði hér seinast ´(rúmur hálftími) að ég ákvað að bæta einu til viðbótar...finnst þér ég vera "obsessed" af þér?

PS. Ertu byrjuð að baka?

PSS. Gerirðu vatnsdeigsbollur? 

Bylgja (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 16:33

4 Smámynd: Björg Árnadóttir

hehehehe, Bylgja.... alltaf gaman að vera vinsæl!!

Ég er að prjóna ungbarnateppi, svona af því að ég er að verða stjúp-amma. Er að spá í að gera líka einhverja ungbarnaflík.

Er að byrja baksturinn og það eina sem hefur nokkurn tilgang að bera á borð í þessu húsi eru vatnsdeigsbollur!

Með þetta í huga setti ég inn hávísindalega könnun hér til hliðar...... 

Björg Árnadóttir, 2.2.2008 kl. 16:44

5 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Dugleg!

Mín kona (og ég auðvitað ekki heldur) nennti ekki að baka bollur, keyptum bara tilbúnar, mun minna vesen

Guðmundur Guðmundsson, 2.2.2008 kl. 16:46

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

BJÖRG ER KOMIN HEIM

Einar Bragi Bragason., 3.2.2008 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband