5.2.2008 | 09:18
Ég dáist að fólki….
.sem stendur fyrir sínu.
Ég datt inná blogg fyrir 2-3 dögum þar sem var skrifað um kenningar um hvernig skoðanir háværs minnihlutahóps enda með því að verða skoðanir almennings. Minnihlutahópurinn hafi hátt um skoðanir sínar, gjarna með aðstoð fréttamiðla, skoðununum sé ekki mótmælt nema takmarkað og þar með haldi meirihlutinn að þetta sé viðtekin skoðun og geri þær að sínum í staðinn fyrir að mótmæla. Þetta held ég að gerist mjög oft. Ég er sjálf ekkert sérlega dugleg við að lýsa skoðunum mínum í margmenni sérstaklega ekki þegar ég er í andstöðu við það sem ég heyri í kringum mig.
Þess vegna dáist ég að fólki sem stendur á sínum skoðunum hvað sem tautar og raular. Ég dáist líka að fólki sem gerir það sem það langar til hvernig svo sem það fellur að norminu.
Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Ómar Ragnarsson er t.d. fólk sem ég dáist að í pólitík. Ég er langt frá því að vera sammála þeim en það getur enginn efast um hvað þetta fólk stendur fyrir og þau eru mjög staðföst og virðast ekki láta pólitísk hrossakaup breyta stefnu sinni dag frá degi eins og víða sést í þeim bransa.
Páll Óskar Hjálmtýsson er annar einstaklingur sem ég dáist að. Ég hef grun um að hann sé ekkert sérlega hátt skrifaður hjá tónlistarelítunni en hann veit hvað hann vill og gerir það hvað sem hver segir! Til þess þarf kjark. Hann er að auki góður í því sem hann gerir. Hver annar en Palli gæti t.d. fengið íslenskan almúga til að syngja, dansa og klappa á miðjum virkum degi inni á gólfi í kjörbúð? Þetta sá ég gerast fyrir jólin og ég er enn að jafna mig á hissunni sem gagntók mig þegar ég sá þetta.
Meira að segja Geir Ólafs á heiður skilinn fyrir að standa á sínu og halda áfram hvað sem tautar og raular.
Allt þetta fólk kryddar tilveruna hjá okkur hinum sem sitjum heima hjá okkur og látum allt yfir okkur ganga. Mesta lagi að við bloggum ef okkur mislíkar eitthvað eða þurfum að tjá okkur opinberlega. Ég myndi frekar veita þessu fólki fálkaorðu en endalausri runu opinberra starfsmanna sem hafa það eitt sér til frægðar unnið að mæta í vinnuna og vinna samviskusamlega fyrir sinn vinnuveitanda. Það er reyndar orðið sorglega sjaldgæft en er efni í annan pistil þegar ég verð í stuði!
Athugasemdir
Mikið til í þessu hjá þér, en hérna Björg,,,,, ertu enn hissa að ég tók rælinn þarna hjá Palla í Hagkaupum?
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:29
hehehehe.... ég sá hann reyndar líka í annað sinn en þegar þú tókst snúninginn og þá var jafnvel enn meira fjör - merkilegt nokk! En þú tókst þig vel út! (ég fer alveg að jafna mig )
Björg Árnadóttir, 5.2.2008 kl. 20:03
Góð ...Palli er alveg ok hjá elítunni........svolítið sjálfumglaður en fínn
Einar Bragi Bragason., 6.2.2008 kl. 00:11
...ekki var þetta bloggið hans Einars Braga um göng á austurlandi?
Bylgja (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 09:27
Ha??? Bylgja: Ég er að missa af einhverju....
Björg Árnadóttir, 6.2.2008 kl. 11:12
ekki fyrir alla að skilja kíktu á rausið hans um göng
http://saxi.blog.is/blog/saxi/entry/430402/
lestu athugasemdirnar
Bylgja (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 12:04
Raus,,,,, Raus....... Raus
Einar Bragi Bragason., 7.2.2008 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.