6.2.2008 | 13:36
Hvað er einelti?
Ég hef stundum verið að hugsa um einelti og áhrif þess. Svo hef ég líka stundum verið að hugsa um hvað sé einelti og hvað ekki. Ég er að spá í að segja ykkur tvær sögur sem ég þekki sjálf:
Saga 1.Strákur sem ég þekki bjó úti á landi. Hann lenti uppá kant við skólafélagana. Ég hef ekki hugmynd um hvað það var sem þeir fundu að honum enda skiptir það ekki máli. Kannski hefur hann þótt heimskur því hann er svolítið lesblindur og les mjög hægt. Haustið eftir að hann fermdist byrjaði hann í skólanum eins og venjulega en entist ekki lengi. Mér skilst að eftir nokkrar vikur hafi hann hætt í skólanum og farið að vinna. Hann fór aldrei aftur í skóla. Hvort það var af því að hann bjó úti á landi eða hvort það var almennt ekkert kerfi sem greip inní veit ég ekki en skólagangan varð alla vega ekki lengri.
Hann hefur lítið viljað segja um hvað kom fyrir en stöku sinnum koma athugasemdir eins og t.d.: Ef krakkarnir og kennararnir myndu haga sér núna eins og þeir gerðu við mig, yrði þeim sennilega stungið í steininn! Strákurinn er hins vegar eldklár og hefur menntað sig mjög vel sjálfur en hefur engin prófskýrteini til að sýna.
Þetta er klárlega saga um einelti sem verður að vinna bug á með öllum tiltækum ráðum.
Saga 2.Þetta er lítil saga af sjálfri mér sem ég hlæ reglulega að:
Þegar ég flutti í Garðabæinn sumarið áður en ég byrjaði í 6 ára bekk var ég voða sæt stelpa með gullna lokka niður í mitti. Í næstu götu bjuggu 2 strákar á sama aldri. Þeim fannst ég líka voða sæt. Svo sæt að þeir vildu endilega fá að kyssa mig. Það fannst mér ekki góð hugmynd. Úr varð eltingaleikur í tæpt ár. Hvert skipti sem ég fór útúr húsi var kíkt varlega út til að athuga hvort strákarnir væru nokkuð nálægt. Þeir voru það oftast því gatan fyrir utan var aðal leiksvæðið í hverfinu. Þegar manni sýndist vera óhætt að fara út tók maður sprettinn heim til einhverrar vinkonunnar og vonaði að það yrði svarað nógu snemma til að maður kæmist í var áður en þeir næðu mér. Ég man ekki til að þeir hafi nokkurn tíma náð mér sem er í raun mjög skrýtið.
Mér fannst þetta leiðinlegt og kvartaði stundum sáran við mömmu. Mamma skildi mig bara alls ekki! Eina ráðið sem hún hafði var að ég ætti bara að hætta þessum hlaupum og kyssa þá! Ég meinaða kyssa stráka!!!!
Einhvern tíma þegar langt var liðið á veturinn flutti annar strákanna í burtu þannig að ég þurfti bara að stinga einn af í hverjum spretti. Einhvern tíma undir vorið þegar ég var búin að spretta úr spori mánuðum saman fékk ég nóg einn daginn; Ég stoppaði eins og mamma sagði mér, sneri mér við og bauð kossinn eftirsótta. Eins og mamma mín líklega vissi var áhuginn fyrir að kyssa stelpuna nákvæmlega enginn og strákurinn hljóp í burtu. Það sem meira er hann elti mig aldrei aftur. Einhverjum árum seinna urðum við bestu vinir, spjölluðum mikið og ég held ég geti sagt að við séum enn vinir þó við höfum ekki talað saman í fjölda ára.
Þar sem ég er nú fórnarlambið þá get ég fullyrt að þrátt fyrir að mér fyndist þetta leiðinlegt á meðan það varði þá kenndi þetta mér mikið. Ég lærði helling um að standa á eigin fótum og ég hef aldrei síðan lent í vandræðum með að taka á málum þegar ég hef lent í leiðinlegum aðstæðum. Auðvitað eiga börn að fá að vera börn en hver segir að börn eigi ekki að þekkja neitt nema einhverja Disney veröld? Því skyldu börn ekki vita að ekki allir eru góðir og það er ástæða til að passa sig?Börnin í sveitinni vita að litlu lömbin enda á diskunum okkar og þannig er bara lífið.
Það sem ég er að reyna að skoða með þessum sögum er að ég hef grun um að við séum stundum að ofvernda börnin okkar og í leiðinni að ofskilgreina vandamálið sem einelti er. Krakkar þurfa að læra að komast af í hópi. Við sem foreldrar getum ekki endalaust varið þau fyrir húfukasti, stríðni og öllu sem fyrir þau kemur. Við verðum að leyfa þeim að spjara sig.
Hins vegar þarf líka að fylgjast vel með þeim og koma í veg fyrir að einelti vaði uppi og skaði þann sem fyrir verður. Ekki síst þar sem ég held að barn sem beitir einelti í skóla muni halda því áfram alla tíð á einn eða annan hátt. Þetta er ekki einfalt og er líklega eitt af þessum endalausu verkefnum.
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér,,,, en hvaða strákar voru þetta? Var annar þeirra Einar Bragi? Nei bara forvitni hérna megin sko. Ég get alveg sagt þér það Björg mín, að ef ég hefði ekki verið þessi svakalega frekja sem krakki þá hefði ég væntanlega lagst undir einelti. Ég man það oft að það var reynt við mig hvað varðar stríðni út af frekjuskarði, en ég var með svo fjári sterka sjálfsmynd að það komst ekki sprunga í hana. Enda fékk viðkomandi bara tvöfalt til baka hjá mér ef hann reyndi
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 16:59
Ég segi það ekki!
Björg Árnadóttir, 6.2.2008 kl. 17:50
Sammála Möggu, góðar pælingar.
Hins vegar ertu agaleg að vekja svona í manni forvitnina.................................................................................
EINAR BRAGI?
HJALTI?
KOLBEINN?
man ekkert hvað þeir hétu þessi villlingar á Melásnum...eða var þetta kannski einhver af Laufásnum?
Bylgja (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 19:54
Ég finn sannarlega til með þér, þetta hefur ekki verið auðvelt viðureignar og þurft hefur hugrekki til að snúa vörn í sókn. Ég upplifði einelti sjálfur af hendi margra, segi þér kannski frá því síðar en því lauk ekki fyrr en ég snéri verulega vörn í sókn og BARÐI þann sem ekki lét mig í friði. Það er eini maðurinn (krakkinn í þá daga) sem ég hef barið í jörðina um ævina. Ekki upplífað einelti síðan. Á þeim tíma var ekkert gert til að sporna við þessu, skólayfirvöld gerðu ekkert í málinu, ég á foreldrum mínum það að þakka að ekki fór illa, þau lögðu á sig töluvert erfiði við að taka mig úr þessum aðstæðum. Ég fæ þeim það aldrei fullþakkað.
Guðmundur Guðmundsson, 7.2.2008 kl. 07:28
hm hm hm hm sama aldri....næsta gata........Egill Örl.hm hm hm ........Ég(man ekkert eftir þessu ,,,,en þú varst helv. sæt)........hm hm hm það voru engvir aðrir á nákvæmlega sama aldrei þarna......hm hm Egill flutti burtu.....Vá gæti verið að ég sé sá seki.............Ég man eftir að hafa verið heimað hjá þér að hlusta á ABBA, Harpo og Elvis Presley.......
Villingar Bylgja nei séntilmenn,,,,,,,,,,,,Já Magga var alltaf ansi brött....en ég var og hef alltaf verið með pínu frekjuskarð þannig að ég er saklaus þar.....að ég held.
Einar Bragi Bragason., 7.2.2008 kl. 11:49
Þarna nefnir Helena eitt sem líka var í mínum pistli en sjaldan eða aldrei er nefnt: Kennarar eiga það til að leggja nemendur sína í einelti. Hvert eiga nemendur þá að leita?? Mjög erfitt mál.
Helena: Aldrei vissi ég af því að þú ættir í vandamálum í skólanum! Þú hefur aldeilis leynt þessu stelpa! Vona að þú hafir jafnað þig og sért ekki með ör á sálinni á eftir. Frábært að heyra að strákurinn ykkar hafi náð að blómstra í nýjum skóla, þrátt fyrir að það sé, eins og þú segir, fúlt að gefast upp fyrir þeim.
Einar: Ja, sko...... við hlustuðum ekki á ABBA, Queen, eða Elvis fyrr en við vorum orðin slatta eldri. Eigum við ekki bara láta duga að segja að þú og Egill hafið ekki verið uppáhalds þetta fyrsta ár mitt í Breiðásnum? En hvað meinarðu annars með því að segja "þú VARST sæt"?????
Björg Árnadóttir, 7.2.2008 kl. 16:43
sorrý ert sæt......en ég man voða lítið eftir 6 10 ára aldrinum..........það er allt í þoku.....líklega verið fullur allan tímann......þannig að ég hef gert þetta allt í ölæði.
Man samt að þú varst fyrirgefðu ert...svaka skutla.
Einar Bragi Bragason., 7.2.2008 kl. 17:26
Helena: nú er ég orðin forvitin.... viltu segja hver þetta var?
Einar: Vissi að það væri einhver sem hefði tekið eftir þessu með skutluna!!!!
Björg Árnadóttir, 7.2.2008 kl. 22:26
Björg fyrirgefðu.....þó seint sé.
Helena ég líka
Einar Bragi Bragason., 7.2.2008 kl. 22:32
Úffff, Einar - nó vörrís! .... löngu, löngu afgreitt mál!
Björg Árnadóttir, 7.2.2008 kl. 22:46
snökt snökt ENGINN reyndi að kyssa mig EVER!! Var ég ekkert sæt??? Kannski skýringin að ég er svo miklu YNGRI en þið öll
Ég vissi vel að Helena ætti ekki marga að í skólanum en hún átti okkur alltaf að í hverfinu luve you darling
Sjálf lenti ég og vinkona mín í einelti og uppá kant við kennarann í 12 ára bekk (var alger rugluhaus og hefur ekki kennt síðan held ég) og lausn skólans var að flytja mig og Jónu vinkonu í annan bekk (sem var náttúrulega fáránlegt). Sá bekkur tók nú ekki betur á móti okkur en svo að þau fóru öll í mótmælagöngu um skólalóðina í Flataskóla og gengu hring eftir hring og sögðu "VIÐ VILJUM EKKI HAFA BYLGJU OG JÓNU". Við Jóna vorum sterkar af því við höfðum hvor aðra og þetta skildi ekki eftir sár á sálinni þó þetta hefði verið erfitt meðan á því stóð. Það skondna er að ein af aðalmanneskjunum úr þessum mótmælum kom til mín í fyrra á Þorrablóti Stjörnunnar og vildi ræða þetta af því henni leið illa yfir þessu og sagði þetta hafa verið hreint einelti. Þá höfðu hún og vinkona hennar verið að ræða þetta og greinilegt að þetta hvíldi á þeim.
Það sem við vorum sammála um var að skólinn var sá sem klikkaði í öllu þessu ferli, hann brást okkur Jónu með því að leysa málið (sem leystist ekki) með því að færa okkur úr gamla góða bekknum okkar, hann undirbjó nýja bekkin ekki neitt því þau höfðu enga hugmynd um hve mikið þessi kennari hafði ráðist á okkur, hann klikkaði algerlega á að stoppa mótmælin og svona mætti lengi telja.
En ég er samt svekktust yfir því að enginn vildi kyssa mig
Bylgja (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 08:57
MAN einn koss
Bjöggi (bjó í Brekku, sonur Heiðrúnar) kyssti mig á leiðinni heim úr skólanum Hann kyssti líka aðra stelpu sem var samferða en só be it. Hef aldrei verið kröfurhörð. Þið gamlingjarnir munið kannski ekkert eftir honum en ég held hann búi á Selfossi
Ég man allavega ekki eftir neinum AGLI??
og AF HVERJU MÆTIÐ ÞIÐ EKKI Á NÆSTA ÞORRABLÓÐ HJÁ STJÖRNUNNI? ER EKKERT SMÁ GAMAN ÞÓ ÉG HAFI SLEPPT ÞVÍ NÚNA
Bylgja (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 09:11
Ótrúlegt hvað krökkum dettur í hug! Kröfuganga um skólalóðina til að reka krakka úr bekknum???
Þorrablót hafa einhvern vegin aldrei verið á tú-dú listanum mínum. Sennilega útaf matseðlinum á staðnum. Hver veit hvað gerist næst.......
Björg Árnadóttir, 8.2.2008 kl. 10:00
Bjöggi Kossablettur...........
Einar Bragi Bragason., 8.2.2008 kl. 10:27
Þetta var náttúrulega bara fáránlegt allt saman.
Bjöggi var voða sætur og er enn held ég
Bjögga mín það er alltaf meira í boði en þorramatur á þorrablótinu. Myndir skemmta þér vel, mikið fjör í gömlu sturtuklefunum í Ásgarði og gamlar minningar rifjaðar upp. Að vísu er búið að snúa þessu við og það sem voru stelpuklefa áður eru núna orðnir strákaklefar! Mér finnst óþægilegt að pissa í strákaklósettin
Bylgja (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 14:30
he he óþægilegt að pissa í strákaklósettin..........þegar að ég er að spila einhversstaðar á landinu og er að stilla upp hljóðfærum .........fer ég frekar á kvennklósettin....þau eru snyrtilegri
Einar Bragi Bragason., 8.2.2008 kl. 15:01
Þetta eru strákaklósett í huga mínum því þau voru einu sinni strákaklósettin í strákaklefanum.
Hins vegar eru oft agalega ógeðslegt á karlaklósettum, en minni röð á öldurhúsum bæjarins þannig að ég skil þig vel. Getur ekki Stjórnin spilað á næsta Þorrablóti í Garðabæ?
Bylgja (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 15:09
Ef við erum beðin um það þá er það hægt.......ertu í nefnd
Einar Bragi Bragason., 8.2.2008 kl. 15:47
Ég hef ekki komið í Ásgarð síðan maður var skikkaður í íþróttir hérna í denn. Ætli manni finnist það ennþá jafn stórt og fínt??
Björg Árnadóttir, 8.2.2008 kl. 16:12
Væri fínt að fá Stjórnina á ballið, nema..... þeir myndu þurfa að taka mjög margar og langar pásur svo Einar Bragi gæti verið með í að segja sögur og rifja upp!!
Björg Árnadóttir, 8.2.2008 kl. 16:14
Þórleif gaf mér einu sinni mynd í afmælisgjöf (man ekki alveg númer hvað....líklega verið 30 ára) Alveg snilldarmynd af okkur saman á tröppunum í Laufásnum búnar að dressa okkur upp í "fínufrúarleik".
Ég væri til í að sjá eins og eitt eða tvö atriði með Helenu og Bylgju!
Björg Árnadóttir, 8.2.2008 kl. 23:29
he he þetta væri fjör.....Tjöruborg á morgun
Einar Bragi Bragason., 9.2.2008 kl. 02:05
Ég er því miður í engri nefnd og ræð engu um Þorrablótið (ótrúlegt en satt). Hins vegar býr framkvæmdastjóri Stjörnunnar við hlið mér og ég get komið ábendingum til hans. Held það yrði samt að vera back up fyrir bandið (útaf Einari Braga)
Helena: Ég á því miður ekki gamla samfestinginn frá 1980 sem mamma saumaði en skal með ánægju troða upp með þér taka Tvær úr tungunum. Kann textann enn og svo sláum við botninn í atriðið með því að herma eftir eftirhermum að herma eftir ABBA :D
Björg: Þar sem búið er að byggja við Ásgarð síðan þú varst þar síðast þá er gamli leikifimissalurinn orðinn litli salurinn.
Bylgja (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 09:20
úbbsss.......
Björg Árnadóttir, 11.2.2008 kl. 20:21
Það er auðvita ekki að spurja að því að mikill viskubrunnur streymir í gegnum fingurna sem hamra á lyklaborðinu!
Vel mælt!!
Ég held líka að þetta fari að einhverju leyti eftir því hvernig maður sjálfur tekur á eineltingu/stríðninni (þeas þegar hún fer ekki út fyrir ákveðin mörk)
Ég telst ekki vera mjög hávaxin manneskja og held ég geti fullyrt að mínir centimetrar hættu að aukast þegar ég var... jaaa sennilega 12 ára. Og ég hef alla tíð fengið að finna mikið fyrir því bæði í skóla, á flestum vinnustöðum og hjá þeim nánustu.
Í skóla fór frekar mikið fyrir þessu og eflaust hefði það farið fyrir brjóstið á einhverjum. En í stað þess að hlaupa í burtu frá þessari staðreynd ákvað ég að taka þátt í "djókinu" (sem mér fannst samt oft á tíðum ganga út í öfgar) Ég ss. tók undir allar athugasemdir, hló að öllum (ja flestum) litlumanna bröndurum og sv. framv.
Svo fór ég að vinna, um 15 ára og þá get ég alveg talað um einelti!!! Af fullorðnum karlmönnum sem settu það sem skyldu sína að finna amk 2 branda á hverjum degi um hæð mína (og allavegana 1 hrekk) Og ég verð að viðurkenna að þeir höfðu minni þroska hvað þetta varðar heldur en jafnaldrar mínir!
En eins og þið segið að snúa vörn í sókn getur haft veruleg áhrif, og það er það sem ég gerði..... á minn hátt :)
Erla Ösp (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 21:04
litli salurinn er samt stór í mínum minningum
Einar Bragi Bragason., 12.2.2008 kl. 15:56
Stóri steinninn er ennþá risastór...eða kannski ég sem er funsized upplifi hann sem slíkan. Hins vegar er búið að byggja holt og bolt í kringum hann þannig að önnur hús skyggja á sýnina frá honum. Einna skást í horfa í vestur frá honum
Bylgja (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 13:27
Gott að það var samt einhver sem hafði vit á að láta hann vera á sínum stað. Barnæska okkar allra væri hreinlega fótum troðin hefði honum bara verið mokað burt og settar einhverjar fínerís hellur eða blóm í staðinn!!!
Björg Árnadóttir, 14.2.2008 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.