18.2.2008 | 20:05
Skemmdarverk!!
Þegar ég flutti inn í húsið mitt fékk ég þessa góðu tilfinningu um að vera komin heim. Ég er ánægð með húsið mitt og finnst það bæði notalegt og fallegt. Hef líka aðeins verið að betrumbæta t.d. með því að byggja vegg með ljósum frá húsinu út að götu. Svo er garðurinn á öðrum endanum af því við erum í miðjum klíðum við að gera eitthvað gott úr honum. Hvorugt sést á þessari mynd af slotinu.
En nú hefur einhver ekkisensbévítanshálvitahornösmeðkúkíbrókogaumingjastimpiltilæfiloka SPREYJAÐ á húsið mitt!!!! Ég er gersamlega brjáluð af reiði, búin að kalla á lögguna og alles.
Til að bæta gráu ofan á svart er húsið mitt klætt með Steni plötum svo það er nærri útilokað að það sé hægt að þrífa þetta af. Þar að auki veit ég að liturinn á húsinu er ekki til lengur þannig að ef maður ætlar að losna við þetta þá þarf að klæða heila húshlið. Þá verða þúsundkallarnir farnir að fjúka í hundruðum!!
Ef ég næ bráðum að róa mig þá ætla ég að kíkja á tryggingaskilmálana á Netinu en það er afar hæpið annað en að við sitjum uppi með þetta tjón. ARRRRRGGGG!!!!
Athugasemdir
ÆÆÆÆÆ en varst þú ekki að tala um að þettta væri svo glæpalaust umhverfi þarna í Vogunum..................sorrý.....þetta eru aumingjar sem gera svona
Einar Bragi Bragason., 19.2.2008 kl. 13:11
Afkskaplega leitt að heyra. Sendi mínar innilegustu baráttukveðjur! Það sem fólki dettur í hug
Bylgja (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 14:38
Nei Einar, ég held ég hafi sagt að ég vildi fá að vita hvaða bær á landinu væri laus við rugludalla. Það eru nefnilega svoleiðis í öllum bæjum. Það sannast best á þessu.
Og svona ykkur til upplýsinga þá taka tryggingar ekki á svona. Átti svosem ekkert von á því heldur.....
Björg Árnadóttir, 19.2.2008 kl. 18:01
Æ, elsku Björg mín. Devilsins skíthælar eru þetta að að spreyja á húsið!!!! Þú átt alla mína samúð yfir því að tryggingarnar dekki þetta ekki. Alveg hundfúlt!!!!
ingunn (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 15:55
Þetta er nátturulega fyrir neðan allar hellur!!!!! er eitthvað vitað um þá sem gerðu þetta?
Vonandi fer þetta á best veg.
Erla Ösp (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.