13.3.2008 | 12:46
Djöfull er ég pirruð!
Já, ég blóta!! Hér röflar fólk daginn út og inn yfir getuleysi og hverju öðru sem það finnur að hjá lögreglunni. En er eitthvað að undra?? Hafiði heyrt aðra eins steypu eins og þennan dóm yfir gaurunum sem börðu lögreglumenn við skyldustörf??
Ekki sannað að þeim hafi verið ljóst að um lögreglumenn væri að ræða Hvað!!! Mennirnir voru með einkennismerki á lofti, kölluðu upp hverjir þeir væru en samt eiga karlarnir ekki að vita hverjir þeir eru!! Kommon!! Er þetta ekki bara enn eitt dæmið um að orð lögregumanna eru ekki jafngild orðum glæpamanna og jafnvel metin minna en þeirra orð. Hvað á það að þýða??
Þar fyrir utan finnst mér ekki skipta rassgatsmáli hvort þeir vissu að mennirnir voru í löggunni eða ekki. Ekki dytti neinum í hug að abbast uppá löggu á frívakt í Ameríku, hvað þá einni sem væri í vinnunni. Beint í steininn með viðkomandi og lyklinum hent!
Ef við (og dómstólar) getum ekki druslast til að verja þá lögreglumenn sem einhverra hluta vegna hafa áhuga á að sinna þessu kolbilaða starfi getum við ekki heldur gert kröfur til þeirra að þeir geri einhver stórvirki á meðan þeir eru í vinnunni. Svona rétt á milli þess sem þeir eru lamdir!
Athugasemdir
Ditto !! þú meira að segja bölvaðir fyrir mig
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 19:27
Hér með er bölvkórinn stofnaður!
OK, allt í fína, það er bara alltílagi að berja lögreglumenn, sönnunarbyrðin er þeirra, ef þeir geta ekki sannað að þeir hafi rekið skilríkin upp í nefið á þér meðan þeir sæta árásum annara!
Nei, nú hefur sko klettinn (ekki steininn) tekið úr! Það er búið, að mínum dómi, með þessum dómi að gefa út veiðileyfi á lögreglumenn. Skammist ykkar!!
Guðmundur Guðmundsson, 13.3.2008 kl. 20:09
Heyr heyr
Mummi Guð, 18.3.2008 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.