Svipting atvinnuréttinda

Kannist þið við starfstéttir sem missa atvinnuréttindi sín ef þær sinna ekki endurmenntun?

Flugmenn missa sín réttindi ef þeir fljúga ekki og mæta ekki örfáa tíma árlega í endurmenntun. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk þarf ekki að gera neitt til að halda sínum réttindum. Þó má það fólk skera okkur upp og dæla okkur fullt af lyfjum og skilur iðullega á milli lífs og dauða hjá okkur. Fjöldi starfsstétta hefur rétt á endurmenntun á einhverra ára fresti og þá með stuðningi sinna atvinnurekenda og/eða verkalýðsfélaga en engar aðrar en flugmenn verða að sinna endurmenntun. Nema vörubílstjórar.

Misc_Trucks_2Nú er staðan orðin sú að ef vörubílstjórar mæta ekki á langt námskeið á 5 ára fresti missa þeir réttinn til að sinna atvinnu sinni. Þetta samþykkti okkar æruverðuga þing umyrðalaust frá ESB. Til að kóróna málið þá sinnir starfsfólk ráðuneytanna sínu starfi við reglugerðasmíð af ítrustu nákvæmni og hefur þannig í raun hert reglurnar þannig að líklega verður ekki hægt að sinna endurmenntuninni um kvöldin eða um helgar, heldur verður viðkomandi vörubílstjóri að sitja námskeið heila vinnuviku.

Kostnaðurinn einn og sér við þetta er gríðarlegur. Getið þið ýmyndað ykkur hvað það kostar að láta 25-30 vörubíla standa ónotaða í heila vinnuviku? Það er líklegur fjöldi þáttakandi í einu námskeiði og það eru yfirleitt engir afleysingamenn. Vörubílstjórar eru iðullega einyrkjar. Það þarf að borga af bílunum þó þeir standi óhreifðir. Svo eru það tryggingarnar, tapaðar tekjur  og fleira auk þess sem námskeiðið sjálft er ekki gefins.

Þar fyrir utan veit ég ekki alveg hvað þeir ætla að kenna heila vinnuviku. Stöku sinnum kemur nýtt umferðarmerki, það má nefna það. Svo er fínt að rifja upp skyndihjálpina. Þetta gæti tekið svona 1 – 2 daga hjá einhverjum sem talar hægt og með því að taka nokkrar kaffipásur.  En heila viku – með tilheyrandi kostnaði og tekjutapi! Það skal tekið fram að þetta er eingöngu bókleg endurmenntun.

Þetta bætist ofan á flóknar og stórskrýtnar vinnutímareglur (sem hafa verið teknar upp án aðlögunar frá ESB þ.e. bara sú hlið sem snýr að bílstjórum, ekki hliðin sem snýr að ríkinu), olíugjald, umhverfisgjald, kílómetragjald, o.fl., o.fl.

Eruði hissa þó vörubílstjórar séu fúlir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á ekki að halda áfram þessum mótmælum?

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 16:50

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Mér hefur heyrst það.

Björg Árnadóttir, 30.3.2008 kl. 16:56

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

berjumst bræður og systur

Einar Bragi Bragason., 31.3.2008 kl. 01:28

4 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég er alveg sammála því að endurmenntun er af hinu góða. Hins vegar er hægt að fara að málunum á fleiri en einn hátt. T.d. tekur maður meiraprófið sjálft á kvöldin og um helgar. Því skyldi maður ekki mega taka endurmenntunina þannig líka?

Það eru líka sauðir í öllum stéttum. Mönnum sem ekki binda farminn eða hafa ekki rænu á að setja pallinn niður áður en þeir fara undir brýr..... ja, þeim er eiginlega ekki við bjargandi!

Björg Árnadóttir, 2.4.2008 kl. 20:55

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta eru hárréttar ábendingar hjá þér Björg og það er hægt að benda á fleiri kröfur sem búið er að leggja á vörubílstjóra. Flestar eru þær tengdar ESB-reglum og einkavæðingu varðandi skoðun og eftirlit. - Þetta er nokkuð sem atvinnubílstjórar ættu að benda á núna meðan athyglin er á þeim. 

Haraldur Bjarnason, 2.4.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband