Smá pælingar

Ég hef heyrt eitt og annað í fréttum og í kringum mig undanfarið sem ég er að spöglera í:

Björn Bjarnason segir að Lögregluembættið á Suðurnesjum hafi verið í verulegum rekstrarvandræðum undanfarin ár og hafi verið rekið með halla lengi.  Þess vegna á að umsnúa öllu hjá þeim. Getur verið að embættið hafi verið fjársvelt allan þennan tíma og hafi farið yfir fjárheimildir til að reyna að gera það sem þeim lögum samkvæmt ber að gera? Ég man ekki betur en að í fyrra hafi þeim verið hampað sífellt fyrir gríðarlega góðan árangur bæði í lög- og tollgæslu.

Íslendingar eru ekki vanir að mótmæla. Sagt að við kunnum það ekki. Mér sýnist ráðamenn ekkert betri í að bregðast við mótmælum. Þeir gætu sagt: „Getur verið að það sé eitthvað ekki alveg fullkomið hjá okkur, jafnvel eitthvað sem við getum lagað með lítilli fyrirhöfn“. Þess í stað er sagt: “Við tölum ekkert við ykkur, þið eruð svo óþekkir. Tölum ekki við óþekka kalla!“

Svo hélt ég líka að vorið væri komið. Hætt að fara í auka peysu og allt. N1 auglýsir líka í dag að nú sé einmitt dagurinn til að skipta um dekk.  Je, right!! Allt á kafi í snjó í morgun. Verður reyndar farinn fljótlega en setti samt allar vorhugmyndir í bakkgír.

Las í einhverri frétt á netinu áðan að „bíll í akstri valt....“ Verða bílar ekki að vera í akstri til að velta? Vona að fréttaritarinn vandi sig betur. Vona samt meira að fólkið sem slasaðist jafni sig sem allra fyrst.

Vegagerðin ætlar loksins að laga merkingarnar hér uppi á Reykjanesbraut. Las einhvers staðar að síðan framhjáhlaupið var sett væru búin að vera þar 48 slys. Nú eru þau orðin fleiri með ómældum þjáningum.

Svo var líka verið að opna tilboðin í að klára skollans Brautina. Vegagerðin ætlar að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Gott og vel. Svosem ekkert komið í ljós að samningar takist. Það vekur hins vegar athygli að bjóðandinn í verkið er nýtt íslenskt fyrirtæki  í samstarfi við óþekkt (allavega hjá mér) erlent fyrirtæki. Íslenska fyrirtækið...... merkilegt nokk.... sömu kallarnir og voru með verkið áður og settu fyrirtækið á hausinn. Nú ætla þeir að fá að klára verkið í nýju fyrirtæki.  Bloddí greit!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held nú að björn bjarna líki ekki við lögreglustjórann þarna á suðurnesjum og þess vegna sé verið að stokka upp svona til að sýnast. Vorið kemur eftir helgi Björg, ég lofa.

Hrikaleg þessi bílslys þarna upp á afleggjara við dyraþröskuldinn hjá þér. úffff,,,

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Held að þetta sé rétt hjá Möggu ........en þessi lögreglustjóri er góður...ekki Bjössi

Einar Bragi Bragason., 12.4.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband