18.4.2008 | 21:17
Neikvæðar fréttir um útlendinga
Ég heyrði í útvarpinu áðan að greining á umfjöllun í fjölmiðlum um útlendinga á s.l. ári hefði í 30% tilfella verið neikvæð. Sá sem talað var tiltók dæmi um neikvæða umfjöllun t.d. að áberandi var umfjöllun um rangar skráningar eða óskráð erlent vinnuafl og líka rútuslysið sem varð í fyrra þegar verið var að flytja fulla rútu af útlendingum að mig minnir á Kárahnúka frekar en á Reyðarfjörð. En er þetta neikvæð umgjöllun um útlendinga?
Þegar ég heyri svona fréttir heyri ég eitthvað í þessa átt: Íslendingar svikust um að borga skatta og skyldur og létu fólk vinna meira og minna ótryggt. Einnig voru íslendingar að flytja stóra hópa af fólki í meira og minna ófullnægjandi farartækjum. Íslendingar ættu að skammast sín. Ég heyrði allavega ekki að útlendingarnir hefðu gert nokkurn skapaðan hlut sem væri hægt að kalla neikvæðan.
Athugasemdir
Mjög góður punktur Björg!
Erla Ösp (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 11:18
Góð færsla. Það má ekki gleyma því heldur að í hverjum hópi er alltaf svartur sauður sem eyðileggur orðstír hinna. Ég þekki fullt af góðu fólki sem hefur flust hingað til landsins, allt hið mesta sómafólk, en það fær á sig tortryggni vegna nokkurra samlanda sem ekki eru að gera rétta hluti. Manstu Björg hvað Breiðholtið fékk slæma umsögn á sínum tíma í fjölmiðlum. Ef eitthvað var að gerast í borginni þá fylgdi alltaf með,þetta og þetta gerðist í Breiðholti í gærkvöldi, þessi braut rúðu í Breiðholti og svo frv. Þeir sem svo álpuðu því út úr sér að þeir byggju í Breiðholti þá kváðu menn, hvernig geturðu búið í Breiðholti, það er svo mikill glæpalýður sem býr þar. Ef ég man rétt þá býr fyrrum forsætisráðherra þar Halldór Ásgrímsson, Gísli Marteinn er alinn þar upp og fleiri góðir menn. Það hefur aldrei neitt verið að Breiðholtinu, bara fréttamennskunni.
Sigurlaug B. Gröndal, 19.4.2008 kl. 18:25
Þetta er góð speki hjá þér, Björg, því þetta er eitthvað sem við íslendingarnir spáum of lítið í.
Ingunn Björns (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 11:28
ahhhh,,,, þú ert alltaf svo kýrskýr addna
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.