Bankabull

Hvað meina bankarnir.... allir með hagnað????  (nema SPRON)

Hér er öll þjóðin búin að sitja með öndina í hálsinum yfir því hvað bankarnir eigi bágt, ríkisstjórnin að lofa að redda þeim frá gjaldþroti og allt í voða og svo eru þeir reknir með hagnaði! Voru þeir að kveinka sér yfir því að þeir græða minna en áður, var það málið?

Það vita það alveg áreiðanlega allir sem eru í fyrirtækjarekstri (nema bankastjórar) að minni hagnaður er ekki það sama og að tapa!! Fjandinn vorkenni þeim!  Devil 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Mér finnst þetta vera dálítið ósmekklegt blogg. Bankastjórarnir eiga fjölskyldu og hvað heldur þú mökunum og börnunum finnist um að launin þeirra lækki niður í 100 milljónir á ári vegna lélegra stöðu bankanna og þeir fái ekki 800 milljón króna starfslokasamning?

Nei annars, ég vorkenni þeim ekki baun.

Mummi Guð, 7.5.2008 kl. 21:33

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta er svolítið mikið skrýtið....Björg það eru milljón Garðbæingar á Facebook

Einar Bragi Bragason., 8.5.2008 kl. 12:24

3 identicon

hmmmmm,,,,,, nú er maður ekki alveg með fattarann í lagi Einar Bragi, hvað kemur þetta facebook við?

(ein sem spyr eins og kjáni)

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband