Bíóferðir

Ég er búin að fara í bíó tvisvar á þessu ári. Öðru vísi mér áður brá þegar maður sá nánast hverja einustu mynd sem fór í sýningu! Blush

Í fyrra sinnið fór ég í Háskólabíó og sá íslenska mynd sem ég man ekki hvað heitir. Sem er gott því hún var hundleiðinleg. Hvað er eiginlega hægt að setja margar senur með sama bílnum að keyra langan veg inn og út sama fjörðinn?? Þar sem ég sat í bíóinu og át gamalt, seigt poppkorn loksins þegar myndin byrjaði 25 mínútum eftir áætlun, velti ég því fyrir mér hvað hefði eiginlega gerst..... voru menn ekki hættir að búa til svona leiðinlegar myndir? Var Mýrin og fleiri slíkar ekki eitthvað sem var framtíðin?

Jæja, svo fór ég í Smárabíó í gær. Þar var útlenskt léttmeti í boði - Ironman. Robert Downey Jr. er bara snilldarleikari svo það er alltaf gaman að horfa á hann og myndin amerísk ofurhetjumynd sem var vitað fyrirfram svo maður fór með því hugarfari í bíóið. En ég fékk samt smá áfall í bíó. Ég komst s.s. að því að íslendingar eru búnir að læra að fara í röð í bíó!!!! Ég beið í röð við miðasöluna og fór svo inn. Þar var stefnan tekin á sjoppuna til að redda poppi og viti menn! Þar stóð fólk í nokkrum penum röðum og beið eftir að kæmi að þeim!!! Hvílíkur munur og ég óska öllum bíógestum innilega til hamingju með framfarirnar! Grin

Svo var poppið líka gott - nýtt og ferskt og ekki ofsaltað!  Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

gott

Einar Bragi Bragason., 13.5.2008 kl. 12:13

2 identicon

Já er þetta bara orðið svona fínt? Þú hefur þó farið tvisvar sinnum oftar en ég í bíó á þessu ári Björg mín , en við höfum haft þá fílasófíu að það er ódýrara fyrir okkur að kaupa diskana þegar þeir koma út á dvd en að fara í bíó, svo poppar maður líka besta poppið í heimi. En svo fórum við og keyptum flakkara,,,,,,,,,,,,,, já segi ekki meir

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 14:59

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Já en Magga, stundum er spurningin frekar um að fara út úr húsi frekar en hvort það sé hagkvæmt. Mikið, mikið ódýrara að kaupa myndina en að fara í bíó: 2 x 1000 kall fyrir miðana, bensín, nammi, popp, kók..... úfff... En stundum er líka ágætt að mygla aðeins minna í stofusófanum

Björg Árnadóttir, 13.5.2008 kl. 21:54

4 identicon

Mér finnst alltaf gaman að fara í kvikmyndahús og líki því ekki saman við sófann heima þó hann sé líka góður. Á eina góða kvikmyndvinkonu og sáum við seinast Made of Honor sem var frekar glötuð!

Bylgja (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 09:58

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég á nokkra góða dvd diska heima sem ég horfi stundum á en samt jafnast það ekkert á við að fara í bíó. Það er stemmningin við það að fara út úr húsi, kaupa sér popp (sem mér finnst oftast gott í bíóum) og horfa svo á myndina í dimmum salnum á risastórum skjá. Sumar myndir eru alveg bráðnauðsynlegar á stórum skjá. Ætla t.d. pottþétt að sjá Indiana Jones í bíói en ekki bara heima í stofu (þótt ég muni svo ábyggilega kaupa diskinn því ég á allar fyrri myndirnar).

Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.5.2008 kl. 19:03

6 Smámynd: Björg Árnadóttir

Nákvæmlega það sem ég meina, Kristín!

Björg Árnadóttir, 23.5.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband