17.5.2008 | 19:15
Hrísgrjónavandræði
Einn alvinsælasti rétturinn á matseðlinum á þessu heimili er grjónagrautur. Stundum með rúsínum, en alltaf með kanilsykri og kaldri lifrarpylsu. Ég er ekkert ofurspennt fyrir þessu en allir hinir. "Börnin" koma langar leiðir ef fréttist að þetta sé á boðstólum. En nú er illt í efni. Ég fæ hvergi réttu hrísgrjónin!!
Ég er búin að fara í margar Bónus búðir ef ske kynni að einhvers staðar leynist pakki. Ég er búin að fara í Hagkaup og 10-11. Ekkert! Getur verið að það sé hætt að selja River rice sem eru bráðnauðsynleg í grautinn??
Ef einhver veit hvar hægt er að ná í þessi dýrmæti vil ég gjarna frétta af því!
Athugasemdir
Ekkert jafnast jú á við Rivergrjón í grjónagrautinn, þau fást í verslum KHB á Egilsstöðum, heitir reyndar Samkaup/Úrval nútildags. Spurning hvort ég bjóði þér í mat?
Guðmundur Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 21:26
Einhverstaðar las ég að hrísgrjón væru að hækka upp úr öllu valdi á heimsmarkaði, ætli riverriceið hafi farið í verkfall?
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 09:06
Errtu búin að prófa Nóatún? þú ert greinilega bara búin að prófa Haga verslanirnar sem allar versla við Aðföng.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 09:07
Athugaðu Fjarðarkaup
Bylgja (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 14:45
Ég heyrði í heildsala um daginn sem flytur inn River Rice hrísgrjónin og hann segist þau fáist ekki og lagerinn hjá þeim er orðinn tómur af þeim. Ég á einn kassa ef þú vilt....hehehehe
Ingunn Björns (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 21:23
Gott að heyra Ingunn. Ég fann einn kassa í Nóatúni í Grafarholti og reddaði grautnum. Kannski ég fari aftur þangað og birgi mig betur upp??
Björg Árnadóttir, 22.5.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.