Hátíð í bæ!

Já, nú er sko hátíð í bæ!

Fyrir utan að Sjómannadagurinn er í dag þá eru líka formlegt „reisugilli“ á garðinum mínum! Hér kemur ein „fyrir“ mynd af garðinum:Garður - Fyrir

 Þarna er eiginlega enginn garður. Risastór grasflöt umlukti húsið með alls engum öðrum gróðri nema góðum slatta af mosa og fíflum sem spruttu af miklum krafti.

Garðurinn er svosem ekkert fullkláraður. Það á ennþá eftir að gera pallinn og setja slatta af trjám og öðrum gróðri í beð, en það er búið að tyrfa, búa til beð, setja niður þvottasnúru og síðast en ekki síst, flaggstöng. Í dag er flaggað í fyrsta sinn í garðinum mínum. Það er hávaðarok en sól svo fáninn tekur sig gríðarvel út. Cool Svo var líka hengdur þvottur á snúrurnar í fyrsta sinn í dag. Og hér er ein mynd tekin rétt áðan:Garður - Í dag

 

Trjágróðurinn sem kominn er, er ekki enn farinn að sjást að ráði svo breytingin er mest áberandi bak við hús. En flaggstöngin sést! Í tilefni þessara miklu tímamóta er ég búin að baka köku og Siggi ætlar að baka sínar margfrægu pönnukökur. Svo kemur einhver slatti af fólki til okkar í kaffi. Vonandi til að dást að okkur - við getum alla vega montað okkur! Tounge

Svo getum við með tíð og tíma tínt í garðinn þær plöntur sem vantar og kannski getum við byrjað á palli með haustinu eða næsta vor - hver veit? Happy

Svo óska ég sjómönnum landsins til hamingju með daginn! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Innilegar hamingjuóskir með garðinn! Þvílíkur munur. Þið hafið sko staðið í ströngu. Þetta er enginn smábreyting. Ég verð nú að fara að gera mér ferð í Vogana og endurnýja kynnin! Við eigum eftir að setja fánastöng hjá okkur en okkur dreymir að geta dregið fána að hún við hátíðleg tækifæri eins og í dag. Hann sómir sér vel fáninn hjá ykkur og er tignalegur. Hér var auðvitað mikil hátíð um helgina í tilefni af Sjómannadeginum. Sungum í sjómannadagsmessu í morgun. Kíki á þig við tækifæri. Kær kveðja úr Þorlákshöfn.

Sigurlaug B. Gröndal, 1.6.2008 kl. 19:01

2 identicon

Sælt veri fólkið.

Til hamingju með 1. áfanga skrúðgarðsins og flaggstöngina, alltaf fallegt að sjá fánann okkar blakta fallega í sólinni.

Verst að missa af kökunni og pönnsunum.

Sólarkveðja að austan,

Kristín og Gummi (sem sló garðinn í fyrsta skipti á þessu sumri í dag !!)

Kristín og Gummi (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 19:01

3 identicon

Þetta er allt annað hjá ykkur, til hamingju með þennan áfanga. Verst að hafa misst af kökunni og pönnsunum , Sé að þetta á eftir að verða Hellisgerði nr. 2 á landinu.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 15:13

4 identicon

Blessuð og sæl.  Það er bara allt annað að sjá garðinn og til hamingju með allan pakkann.... þó sérstaklega fánastöngina

Ingunn Björns (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:44

5 identicon

Til hamingju með garðinn. Engin smá lóð hjá ykkur. Ég á nóg af arfa ef þú vilt í garðinn

Bylgja Valtýsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband