Stjórn – Óstjórn – Ofstjórn

Það virðist vera ótrúlega erfitt að sinna stjórnun sveitarfélaga. Allir landsmenn hafa heyrt af krísum höfuðborgarbúa, Bolvíkinga, Akurnesinga og fleiri. Nú er krísa í gangi í Vogunum. Það finnst mér.

Í Vogunum hefur almennt séð verið svona frekar afslappað andrúmsloft og fólk sinnt sínu að mestu í sátt og samlyndi. Í síðustu kostningum bar svo við að kosið var nýtt fólk í stjórn og skipt út fólki sem hafði verið að stýra bænum í rólegheitum í einhver kjörtímabil. Og nú er nýja stjórnin að stjórna. Ég hef heyrt eitt og annað utan að mér en alltaf haldið að það sé ekkert að marka að heyra bara annan helminginn af sögunni. En í dag heyrði ég tvær sögur sem eru svona í nágrenninu við mig sem eru hvor annari vitlausari svo nú þarf ég að hella smá úr mér yfir þá sem mögulega nenna að lesa:

Saga 1: Í nýlegu hverfi hér niður við sjó er smá landspilda sem stendur töluvert neðar en húsin í kring. Spildan er á stærð við eina einbýlishúsalóð. Til að nýta hana í eitthvað var ákveðið að keyra tilfallandi uppgreftri í spilduna, hækka hana þannig í sömu hæð og umhverfið og gera þar smá leiksvæði. Nú er búið að fylla u.þ.b. helminginn af svæðinu. Nú er hins vegar kominn til starfa hjá bænum mjög umhverfissinnaður einstaklingur sem ku vera búinn að stöðva þessa framkvæmd. Það má alls ekki fylla í þetta af því þetta er mýri og hún á að vera þarna!

Jú, vissulega er skv. alþjóðlegum sáttmálum gert ráð fyrir að vernda mýrar eftir því sem kostur er. Það virðist reyndar gleymast þegar rætt er um Vatnsmýrina, en það er annað mál. En að „vernda“ svæði sem er svona pínu lítið, með hús á þrjá vegu og göngustíg á þann fjórða, svæði svo lítið að það er ekki möguleiki að einn einasti fugl hafi áhuga á að tylla sér þar niður, hvað þá verpa, er mjög sérstakt!

Saga 2: Þetta er eiginlega saga dagsins og sú sem setti í mig illt blóð. Ég hef indælis nágranna, fólk sem flutti í næsta hús fyrir ári síðan. Við húsið er heilmikill garður umlukinn lágum steinvegg með girðingu ofaná. Hjónin eiga heljarmikið hjólhýsi. Til þess að vera ekki að taka pláss á götunni tóku þau sig til og söguðu gat á steinvegginn, tóku limgerðið frá gatinu og jarðvegsskiptu smá innkeyrslu til að koma hjólhýsinu inn í garðinn og bakvið húsið yfir veturinn. Þessi „innkeyrsla“ ef svo má kalla, truflar engann en vill til að hún er frá annari götu en húsið er skráð við. Þetta er s.s. hornhús.

Í dag fengu hjónin ábyrgðarbréf frá bænum þar sem þeim er sagt að vesgú og stöðva framkvæmdir og setja garðinn í sitt fyrra horf „or else“! Ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið hvað bænum kemur þetta við! Ekki kemur hjólhýsið til með að trufla neinn og það er á mörkunum að það sjáist einu sinni þegar það er komið inn þ.e. trjágróðurinn er þéttur og hár.

Að skipa fólkinu að setja garðinn í fyrra horf er gersamlega fáránlegt. Bærinn hefur ekkert um garðahönnun fólks að segja. Það er ekkert sem bannar að þau riðji allri girðingu og trjágróðri burt, malbiki draslið og keyri hringinn um húsið ef þeim sýnist svo. Bara svo framarlega sem þau fara inn og út úr garðinum á réttum stað.

Mikið innilega vona ég að þau taki þessu ekki þegjandi og taki hart á móti þessu endemis bulli sem virðist eiga yfir þau að ganga.

Svo vona ég líka að þeim sem finnst svona gaman að stjórna fari að stjórna einhverju sem þarf stjórnunar við og láti svona smámál eiga sig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

noh, mín bara í HAM nice

Er ekki næsta  skref að beita sér í bæjarpólitíkinni?

Góða helgi 

Bylgja (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 14:31

2 identicon

hab-bara-sonna,,, láttu þessar kellingarblókir heyra það

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 11:33

3 identicon

Jahá!!!! það er nú aldeilis afskiptasemin hjá þessum bæ.  Því má ekki fólkið haga sínum garði eins og það vill? Ég er sammála fyrsta ræðumanni með það að þú þyrftir að koma þér i bæjarpólitíkina og taka þar ærlega til

Ingunn Björns (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband