9.6.2008 | 16:56
Kvenveski
Kvenveski ku innihalda hina ýmsustu fjársjóði - allavega sum. Maður hefur í ótal skipti heyrt háðsglóðsur karla um konur og veski og hvernig þær nenni eiginlega að draga allt þetta dót með sér hvert sem þær fara. Ég og fleiri konur höfum hins vegar ekki skilið hvernig er hægt að komast af með ekkert með sér eins og karlar virðast gera. Ég legg áherslu á VIRÐAST GERA!
Ég er nefnilega búin að komast að því að karlar eru með ekkert minna dótarí með sér en konur. Þeir nota samt ekki veski, nei, þeir troða alla vasa út af öllu því sem þeir þurfa að hafa með sér! Buxnavasar, skyrtuvasar, jakka- og úlpuvasar - allt úttroðið af því sem þeim finnst nauðsynlegt að hafa meðferðis.
Mismunurinn er bara sá að við konur förum vel með fötin okkar og höfum dótaríið í sérútbúnum hirslum til að hafa með sér á meðan karlar skemma fötin sín með því að troða alla vasa út af dóti. Tala nú ekki um þegar þvottavélar verða fyrir barðinu á þessari áráttu þeirra þegar þeir gleyma að hirða fjársjóðina úr vösunum áður en flíkunum er hent í þvott.
Athugasemdir
Jæja segðu,,,,, mitt veski inniheldur líka oft dót frá mínum manni , sem ég á að "geyma".
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 19:18
Heheeheh, já Björg, þetta er nefninlega svolítið fyndið, þetta með vasana og svo dótið og þvottavélina. Ég hef lent í því að fá skrúfur, rær og heila minnisblokk (reyndar litla) sem fór í vélina. Ég ætla ekki að lýsa útlitinu á þvottinum sem kom úr vélinni. Og svo eins og Margrét lýsir hér að ofan, að geyma þetta eða hitt í veskinu mínu, t,d á böllum og svoleiðis. Kallast þetta ekki "ýkjusögur" þetta með veskið og konurnar?
Sigurlaug B. Gröndal, 10.6.2008 kl. 19:50
GÓÐ!!!
Kannast við þetta allt saman og hef nákvæmlega sömu sögu að segja og Magga. Sama gerist þegar ferðast er á milli landa, má helst ekki hafa neinn handfarangur...en svo er öllu drasli (myndavél, lyklulm og seðlaveski osfrv) ítroðið mína tösku
Bylgja (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 13:11
Þetta tösku vesen á ykkur kvk er samt fyndið
Einar Bragi Bragason., 12.6.2008 kl. 02:40
Hehehe
Þetta er svo innilega rétt hjá þér, Björg.
Minn maður reykir og þar af leiðandi er það bæði sígarettur og kveikjari meðferðis, hann tekur seðlaveski, símann og lyklana með sér og allt er þetta í hinum og þessum vösum á honum. Ég hef oft bent honum á að ég geti tekið þetta í mína tösku, eða hreinlega gefið honum tösku til að setja allt þetta dót í...... Hann hefur alltaf þvertekið fyrir það Ég viðurkenni að ég er með FUUUULLLLt af dóti í handtöskunni minni sem ég nota til daglegs brúks og ég þarf reglulega að fara í gegnum innihaldið, til að tékka á því hvort ég þurfi virkilega á öllu þessu dóti að halda og í 80% tilfella er taskan jafn full eftir "hreingerningu"
Ingunn Björnsd (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.