12.6.2008 | 22:08
Dularfulla bloggarahvarfið!
Getur það verið að þegar einhver hættir að blogga og lokar blogginu sínu að þá hverfi líka allar athugasemdir sem hann hefur skrifað hjá öðrum??
Málið er að ég er að reyna að hafa uppá einum bloggara sem er horfinn af bloggvinalista hjá mér. Til að finna hann aftur ætlaði ég að hafa upp á honum í gegnum athugasemdir sem hann hefur sett inn hjá mér en hvernig sem ég leita finn ég ekki tangur né tetur af honum. Ég hef hins vegar fundið athugasemdir sem vísa í athugasemdir sem hann hefur greinilega verið búinn að skrifa næst á undan svo mér sýnist það hljóti að vera að hann hafi lokað blogginu sínu og þar með hafi allar athugasemdir hans líka horfið. Það finnst mér mjög skrýtið.
Kannist þið við eitthvað svona eða vitiði hvernig þetta virkar?
Athugasemdir
Ok takk, gott að vita! Hundfúlt samt því nú hef ég ekki hugmynd um hvernig ég finn þennan tiltekna bloggara.
Björg Árnadóttir, 12.6.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.