Upphefð og blöðrur

Þau undur og stórmerki gerðust hér rétt áðan að einn granni minn sem gekk hér hjá garði meðan ég var þar að dedúa, stoppaði og spurði mig leyfis til að tilnefna garðinn minn til umhverfisverðlauna! Dettimérnúaldeilisallardauðarlýsúrhöfði!!

Ég verð að viðurkenna að ég lyftist öll og var fljót að samþykkja heiðurinn þrátt fyrir að ég yrði reyndar að benda honum á að enn vantar slatta af gróðri og það er góður malarflekkur þar sem einhvern tíma (vonandi) á að rísa sólpallur. En honum var slétt sama. Er víst í umhverfisnefnd og er þreyttur á að vera alltaf að tilnefna sömu garðana og það væri alveg klárt að þessi garður hefði gert mikið til að fegra umhverfið! (Hann allavega fegraði það ekki áður! Smile )

Stuttu seinna komst ég að því að ég er komin með 3 (segi og skrifa ÞRJÁR) blöðrur í vinstri lófa! Crying Líklega eitthvert karma sent til að koma mér niður á jörðina eftir upphefðina nokkrum mínútum áður.

Fyrir þau ykkar sem eruð fyrrum nágrannar mínir í Garðabænum lofa ég ykkur að ég mun ekki breytast í fyrrum granna okkar og hans "hustru" sem hömuðust sem mest í sínum garði. Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælinú.

Það er aldeilis, til hamingju með þetta.

Ég myndi kjósa þinn garð ef ég mætti.

Kveðja,

Kristín

Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 18:10

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

sussu, Kristín! Þú ert nú ekki einu sinni búin að sjá hann - ja, ekki svona í nýjum búningi

Björg Árnadóttir, 19.6.2008 kl. 18:17

3 identicon

Mynd segir meira en þúsund orð!!

Kristín (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 22:44

4 Smámynd: Mummi Guð

Flott hjá þér.

Þegar ég las fyrirsögnina, þá hélt ég að þetta væri 17. júní blogg!

Mummi Guð, 19.6.2008 kl. 23:21

5 identicon

Til hamingju með garðinn og tilnefninguna. 

Man eftir þessum nágranna okkar. Held að það sé verið að taka húsið þeirra og garð í gegn um þessar mundir

Bylgja (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband