27.6.2008 | 21:06
Ég er steikt
Ég er steikt. Gersamlega steikt.
Búin að vera meira og minna úti að vinna alla vikuna og þrátt fyrir að hafa borið vel og vandlega á mig sólvörn (tvær tegundir: Ein nr. 20 og önnur nr. 44) tvisvar á dag er ég núna vel steikt! Ég klikkaði reyndar einu sinni á að bera á mig í hádeginu og það dugði til þess að ég byrjaði að hlaupa upp. Síðan hefur það bara versnað.
Ég er nefnilega ein af þeim heppnu sem fá sólarexem. Ég verð ekki sérlega brún, en ég verð sérlega skemmtilega rauðflekkótt með upphleyptum bólguþrimlum sem klæjar svakalega undan. Jibbí!
Núna bíð ég helst eftir rigningu! Jahhh.... eða þannig!
Athugasemdir
Þú mátt alveg fá mína...
Guðmundur Guðmundsson, 27.6.2008 kl. 23:35
Úff... þú átt alla mína samúð, því ég á nákvæmlega í sömu vandamálum með húðina eins og þú. Ég verð eldrauð, bara ef ég sé smá sólarglætu.... eða þannig
Ingunn Björns (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 22:16
þú hefur alltaf verið næpa he he he
Einar Bragi Bragason., 1.7.2008 kl. 01:31
jájá!! bara nudda salti í sárin!!
Björg Árnadóttir, 4.7.2008 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.